Askan breytir veginum

dsc_0549.jpg

Þegar ekið er undir Eyjafjöllum er engu líkar en að varanlega slitlag vegarins hafi horfið en í staðinn komið gamli malarvegurinn. Askan sest á veginn og treðst þar niður af umferð bíla og fyrr en varir er komið óslétt yfirlag.

Þetta má greinilega sjá á meðfylgjandi mynd sem tekin er út um framrúðuna skemmt frá Þorvaldseyri.

Askan er leiðinleg fyrir bílstjórann. Hún sest á framrúðuna og byrgir sýn. Sé reynt að hreinsa hana með rúðusprautunni verður til leiðinda drulla. Þetta tekur engan enda fyrr en bíllinn kemst út úr mekkinum.

dsc_0528_991411.jpg

 


mbl.is Ökumenn varaðir við ösku á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband