Fögur er hlíðin og bláleit móðan

dsc_0498_991365.jpgVorið kemur hvernig sem eldfjöllum líður og grasið grænkar þrátt fyrir öskufallið. Undir Vestur-Eyjafjöllum er vorlitur landinu, hlíðin er fögur og væn.

Ég get ekki stillt mig um að birta þessa mynd sem ég tók um daginn á ferð minni framhjá Merkurbæjum. Held að fjallið sé Fagrafell en það er sunnan Stóradals og norðan Seljalandsfoss.

Landið er grænt og í baksýn tekur himinninn lit af öskumóðunni sem liggur yfir landinu og verður bláleitur.

Margsmella þarf á myndina til að fá hana í góða stærð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband