Myndir frá lónstæðinu við Gígjökul

dsc_0215.jpg
Þrátt fyrir bann valdstjórnarinnar fer fjöldi manns inn að gamla lónstæðinu við Gígjökul. Ekki bara jarðfræðingar, fréttamenn, ættingjar og vinir þeirra heldur líka almenningur. Ég fór inneftir í gær. 

Enginn var þarna utan mín en ljóst er að hundruð hafa lagt leið sína á þessar slóðir upp á síðkastið ef marka má spor eftir fólk og bíla. 

Efri myndin er tekinn innst inni í lónstæðinu, við tá Gígjökuls.

Sú næsta er tekin á vestari jökulgarðinum og er horft niður að útfallinu, þar sem áður var vaðið yfir lónið, efra vað, sem svo var kallað. 

dsc_0396.jpg

Eftir því sem ég best fæ séð starfar engin hættað að fólki þarna fyrir innan frekar enn svo víða annars staðar. Þá kröfu verður sem fyrr aað gera til ferðamanna að þeir fari varlega. Það á jafnt við inni við Gígjökul sem og í Esjunni. Á hvorugum staðnum er ástæða til að banna umferð fólks .

Í ljósi þessa er ástæða til þess fyrir sýslumann Rangæinga, sem yfirmann almannavarna á svæðinu, að opna fyrir umferð.

Ef það friðar hann eitthvað, getur hann íhugað að staðsetja björgunarsveitarmenn inni við Gígjökul sem gætu verið ferðamönnum til halds og trausts. Enn betra væri þó að fá Útvist og Ferðafélagið til að sameinast um leiðsögn fyrir fólk á staðnum. Það myndi verða til þess að ákveðnir göngustígar yrðu til sem ferðafólk myndi halda sig á.

Á leiðinni út Þórsmerkurveg mætti ég ítölskum ferðamönnum á Toyota Yaris leigubíl. Þeir voru staðráðnir í því að fara inn að Lóni en ég benti þeim á að bíllinn væri alls ekki hæfur til að fara þangað auk þess væri vegurinn á bannsvæði(!). Skildi ég svo við fólkið enda alfarið þess að taka ákvörðun um ferðir sínar. Hins vegar er ég ekki alveg viss um að leigubílafyrirtæki muni sætta sig við að fólk fari að Gígjökli á þessum tegundum bíla. Þetta sýnir þó í hnotskurn hversu vel ser staðið að kynningarmálum vegna eldgossins hér á landi. Meira að segja útlendingar eru fáfróðir um þessi efni.

Ég ætla að birta fleiri pistla og góðar myndir síðar í kvöld eða á morgun. 


mbl.is Askan ógnar flugumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það á enginn að fara á þetta svæði né vera nærri eldstöðinni!

Sigurður Haraldsson, 15.5.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll nafni. Ef lokunin á að gilda norðan megin þá þurfum við að loka jafnstóru svæði sunnan megin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.5.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er jafn hættulegt að banna það sem þarf ekki að banna og að hrópa úlfur úlfur þegar eingin er úlfurinn. 

Það þurfa að fylgja afgerandi rök fyrir öllum bönnum.  Það er hinsvegar ekki hægt að ætlast til að sjálfboðaliðar annist svona vörslu. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nafni það er málið rýma þarf alla byggð við Eyjafjöll vegna hættu sem steðjar að svæðinu! Hrólfur það er rétt hjá þér að það duga engir sjálfboðaliðar til að gæta þessa svæðis, hvað varðar úlfinn væri það best að hann væri ekki til en þið þurfið ekki nema að líta til fjallsins til að sjá að það er ekki allt með feldu!

Þetta byggist á sýn og því miður hafa menn ekki farið eftir þessháttar viðvörunum treysta bara á jarðfræðinga! það hefur sannað sig að þeir geta ekki séð hvað kemur upp og hvar né nákvæmlega hvenær því ætti að vera mark takandi á varnarorðum mínum alveg eins og jarðfræðinga. Ekki sáu þeir fyrir Fimmvörðuhálsgosið og ekki sáu þeir fyrir að gosið á toppi Eyjafjallajökuls myndi breytast úr hraungosi í gjóskugos því miður er ekki treystandi á þá eingöngu, sýn mín er búin að vera til staðar lengi og vissi ég um bæði gosin sem komin eru upp í og við jökull! Lengi vel hélt ég að þetta væri vitleysa hjá mér en þegar ég hef borið mig samanvið miðla og sjávalda þá stemmir það sem ég sé nákvæmlega svo nálægt að gæsahúð hríslast um mann allan. Því segi ég að rýma ætti svæðið strax af því að hætta steðjar að fólki skepnur verða að mæta  afgangi því miður. Sýn minni til stuðnings bendi ég á slóð spámiðilsins sem ég talaði við í dag og er hún með leyfi höfundar: heilun.blogcentral.is (Dagbók)

Sigurður Haraldsson, 16.5.2010 kl. 00:16

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé engan mun á því að aka frá Stóru-Mörk inn að Jökulsánni sem kemur úr Gígjökli eða aka meðfram Eyjafjöllum að sunnanverðu.

Miðað við ketilsigið sunnan við toppinn virðist meiri hætta á að eldur komi þar upp með flóði niður Svaðbælisá heldur en að eldur komi upp norðan við gíginn. 

Það er alveg stórkostleg gönguleið upp með hinu gamla lónstæði og upp á rimann vestan við ísgjána, sem býður upp á útsýni sem á enga hliðstæðu í heiminum, hinar hrikalegu vígstöðvar íss og elds sem Ísland eitt á.

Ómar Ragnarsson, 16.5.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband