Myndir af lóninu í dag og fyrir þrem vikum
8.5.2010 | 19:46
Gígjökulsmigan stendur undir nafni. Svo til ekkert vatn er í henni, raunar virðist það vera minna en þegar lónið var og hét og Jökulsáin rann niður á Markarfljótsaura. Varla virðist vera neitt vandamál að aka yfir miguna.
Á meðfylgjandi mynd frá vefmyndavél Vodafone má sjá hvílíkt magn efnis hefur fyllt upp í gamla lónið.
Hér er svo til samanburðar þriggja vikna gömul mynd úr vefmyndavélinni. Þá var eitthvað minni virkni í gosinu, þó það hafi bara verið um tveggja daga gamalt.
Þarna höfðu komið niður tvö gífurleg flóð, langmestur hluti þess efnis sem fyllti upp í lónið.
Og hvað segja þessar myndir okkur? Jú, fyrst þetta hefur gerst núna má gera ráð fyrir að lónið hafi fyllst áður og eigi eftir að gera það í framtíðinni.
Nú er bara að bíða og vona að eldgosið hætti fyrir fullt og allt og við getum aftur notið þess að fara inn í Þórsmörk og Goðaland, gengið yfir Fimmvörðuháls og ekki síst frá Landmannalaugum og í Þórmörk. Fjöldi fólks hefur ekki hugmynd um hvernig eigi að byrja sumarið nema að fá að koma inn á þetta svæði.
Fjórðungur íbúa farinn úr Vík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki búið því fer fjarri! þarna eiga eftir að verða miklar náttúruhamfarir!
Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 01:03
Eyda sumarfriinu i nautólfsvik
Bragi Magnússon, 9.5.2010 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.