Ísland stórhættulegt, segir Iceland Naturally
7.5.2010 | 11:30
Við viljum sannfæra útlendinga um að allt sé í lagi á Íslandi, eldgosið valdi ekki vandræðum og daglegt líf sé í föstum skorðum. Þess er ástæða til að vanda orðlag í yfirlýsingum. Þannig er það alltaf, bæði í markaðsmálum og ekki síður þegar tekist er á við almannatengsl.
Fyrsta reglan er að segja satt og rétt frá, ekki hnika frá sannleikanum, hversu freistandi sem það kunni að vera. Af hverju? Vegna þess að lygin kemst alltaf upp eða sú hætta vofir alltaf yfir.
Orðalagið skiptir meginmáli. Yfirlýsing eða fréttatilkynning verður að vera jákvæð og sá tónn þarf að halda sér út í gegn.
Til dæmis er algjörlega óásættanlegt að segja: Þrátt fyrir hrikalegt eldgos og margar hættur sem það veldur landsmönnum, hefur flestum tekist með dugnaði og ósérhlífni að sinna störfum sínum.
Auðvelt er að lesa á milli línanna í svona yfirlýsingu, sem sagt allt í tómum vandræðum. Slíkt má alls ekki gerast.
Þetta leiðir að yfirlýsingu sem lesa má á ensku á vefnum icelandnaturally.com sem er samstarfverkefni ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja.
Yfirlýsing er afskaplega illa samin og lítt til þess fallin að róa ferðamenn eða hvetja þá til að koma til landsins. Svo letjandi eru hún í eðli sinu. Í þokkabót hefur hún verið óbreytt á vefnum frá því 18. apríl en flestum ætti að vera ljóst að mikið hefur gerst síðasta hálfa mánuðinn.
Hérna er yfirlýsingin og ég hef litað með rauðu þau atriði sem mér finnst vera ábótavant eða ekki eigi heima þarna:
Travel to Iceland Safe
The Icelandic Tourist Board is keen to remind all visitors and potential visitors to Iceland that day-to-day life in Iceland carries on as usual, even though the volcanic eruption in Eyjafjallajökull glacier on the south coast of Iceland has made a profound impact and generated dangers in a very specific area. In other parts of the country, Icelanders' daily life is proceeding quite normally.
Even though the eruption in Eyjafjallajökull is relatively small, airborne volcanic ash has dispersed over a wide area and disrupted air travel in Europe. It is the joint task of the aviation and tourism authorities in Europe to find ways to transport travellers to their destinations with absolute safety.
It is the task of Iceland's Civil Protection Department to ensure that the utmost safety measures are followed in Iceland, and to provide a constant flow of information to all parties that need it. Euro Control and the Volcanic Ash Center take decisions on air travel authorisations in Europe.
Even if the eruption is prolonged and its duration is impossible to predict it is considered likely that volcanic ash formation will taper off once the preconditions for the mixture of water and embers no longer exist.
The Icelandic Tourist Board wishes to forewarn the public of exaggerated news reports on the eruption but encourages travelers to keep abreast of developments.
Travelers currently in Iceland are safe and well-treated, and the appropriate parties are making every effort to make their stay as pleasant and comfortable as possible.
Raunar stendur ekkert eftir af þessari yfirlýsingu vegna þess að í henni segir einfaldlega svo að það er ekki hættulaust að ferðast um Ísland.
Ekkert kort er birt með yfirlýsingunni og engin leið fyrir feðamanninn að átta sig á því hvað er öruggt og hvað ekki. Þar af leiðandi dregur hann þá ályktun að Ísland sé stórhættulegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Athugasemdir
Það er náttúrlega stórhættulegt að búa hérna kæri vin! það er engin spurning, slík er spillingin.
Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 20:34
Fábjánagangur stjórnvalda í kynningarmálum, ríður ekki við einteyming.
Dingli, 8.5.2010 kl. 03:10
Þetta er ótrúlegt rugl, sér í lagi vegna þess að þetta er samið af þeim aðilum sem mest hafa ganrýnt forsetann fyrir hanns ummæli. Þau voru sem barnahjal við hliðina á þessari yfirlýsingu. Ég segi fyrir mig að ég færi aldrei til lands þar sem svona yfirlýsing kæmi frá stjórnvöldum og fyrirtækjum í ferðaiðnaði. Þó er ég Íslendingur og ætti því ekki að hræðast smá eldgos.
Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.