Ótrúlega líkir óróar 12. apríl og 6. maí
6.5.2010 | 20:38
Þann 12. apríl var Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið. Síðan þá er óróamælingin frá Goðabungu hér til vinstri.
Á henni sést hvernig sveiflurnar hjaðna niður í nokkuð flatar línur. Ég skrifaði pistil um óróamælinguna þennan sama dag og af vanþekkingu minni hélt ég að sveiflurnar væru eingöngu vegna gossins á Hálsinum og flatinn væri merki um að gosinu væri lokið.
Til samanburðar er hér óróamæling frá því fyrr í dag, 6. maí. Nú velti ég því fyrir mér hvort eitthvað sé líkt með þessum tveimur mælingum.
Getur til dæmis verið að hægri hluti sveiflanna í mælingunni frá því 12. apríl eigi við innantökur undir Eyjafjallajökli á þeim tíma og þær hafi verið fyrirboði um gosið sem hófst þar rétt fyrir miðnætti 13. apríl?
Samanburðurinn er óróamæling dagsins í dag. Þar falla sveiflurnar niður í nokkuð flatar línur eða virðast ætla að gera það.
Getur verið að óróinn hægra megin á þessum síðustu mælingum, þar sem risið er hæst, eigi að hluta til eða öllu leyti rót sína að rekja til kvikuinnskotsins sem sagt er að hafi bæst við í gær?
Nú hefur þetta kvikuinnskot valdið aukningu í eldgosinu og því verða engar sveilfur á óróamælingunum, flatinn hefst. Þetta gerðist líka þann 12. apríl, gosið var í þann mund að hefjast og sveiflurnar flöttust út.
Og nú væri gaman ef einhver jarðfræðingur nennti að svara og segja manni til.
Búast má við töluverðu gjóskufalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf ekki að vera að þessi kvika valdi miklum hávaða á gosóróaplottum. Sérstaklega í ljósi þess að hún er mjög seig samkvæmt efnagreiningu HÍ. Þetta verður hinsvegar bara að koma í ljós eins og svo margt annað.
Jón Frímann Jónsson, 7.5.2010 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.