Loksins tvær myndir frá Gígjökli

100503_ruv_mynd.jpg

Af hverju hefur ljósmyndurum dagblaðana ekki dottið í hug að fara inn að Gígjökli og taka nýjar myndir af hamförunum þar. Munurinn á mér og atvinnuljósmyndurum dagblaða er sá að ég fæ áreiðanlega ekki leyfi til að fara inn að Gígjökli til myndatöku en þeir gætu það auðveldlega.

Fréttamaður Rúv fékk leyfi í dag til að fara inneftir með vísindmönnum. Hún og félagar hennar lögðu á sig talsverða göngu til að ná góðum myndum sem hún lofar í sjöfréttum Sjónvarpsins.

Ég leyfði mér að hnupla tveimur myndum af vef Rúv. Þarna sér maður loksins annað sjónarhorn en hið flata frá vefmyndavélum á Þórólfsfelli. 

100503_ruv_mynd_2.jpg

Efri myndin er greinilega tekin mjög ofarlega á vestari jökulgarðinum við Gígjökul - eiginlega þar sem hæst er að komast án þess að fara í skriðurnar ofan við lónstæðið. Það væri nú glapræði eins og sakir standa

Gufan og úðinn er greinilegur á myndinni og fyrir neðan veltur bráðvatnið út úr gljúfrinu með látum. Svona sést ekki á vefmyndavélunum.

Neðri myndin er við skriðurnar og þar sést í efri hluta gljúfursins. Fyrir ofan það er myndarleg ísbrú og hvelfing þar undir. Enn ofar leggur gufu upp í gegnum strompa á jöklinum. kannski er hraunið komið þar sem efri gufumökkurinn er.

Meira kann ég nú ekki að greina þessar myndir. Held að þær hafi verið teknar á símamyndavél. 

 


mbl.is Mikill og stöðugur órói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband