17 gráðu heitt eftir 18 km

100503_vatnshae_vi_thorolfsfell.jpgMiklar sveiflur eru í hita vatnsins sem kemur undan Gígjökli sé miðað við mælinn við Þórólfsfell. Það er ekkert nýtt að vatnið verði tæplega sextán gráður.

Þannig hafa gusur gengið frá jöklinum og tæplega sex kílómetra yfir dalinn að Þórólfsfelli og mælst oft fjórtán til sextán gráður. Vatnsmagnið hefur þó ekki breyst að ráði eins og sjá má af meðfylgjandi mynd.

Það hlýtur þó að heyra til tíðinda að eftir að hafa runnið átján kílómetra niður að Markarfljótsbrúnni gömlu sé vatnið sautján gráðu heitt. 

 


mbl.is Vatnið mældist 17 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband