Hitinn hækkar hægt í Markarfljóti

vatnshiti_kl_2248.jpg

Nú bjarmar í rökkrinu af glóandi hrauni sem streymir ofan úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Varla hefur sprungan uppi lengst.

Heitt bráðvatnið hefur náð yfir til Þórólfsfell. Þar mælir Veðurstofan vatnsmagn, hitastig vatnsins og fleira. Samkvæmt mælinum er hitinn núna rétt fyrir klukkan 22 aðeins 4,9 gráður en var í dag rúmlega 11 gráður.

Hitinn við Markarfljótsbrú samkvæmt Veðurstofunni er hinsvegar á lóðbeinu stökki, er 5,13 gráður sem líklega er ekki mikið. Á sama tíma er hitastigið í Hvanná er um 3.4 gráður og í Krossá, fyrir ofan ármótin við Hvanná, er hitinn mjög svipaður. Hitastsigið hækkar því hægt miðað við gufubólstra og hraunglóð.

Myndin til hliðar er af grafinu fyrir Markarfljótsbrú. 

Annars er mbl.is farinn að standa sig svo vel í fréttaflutningi og myndbirtingum að maður þarf líklega ekki að blogga meira í bili. 


mbl.is Styttist í að hraun sjáist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband