Hrúga af hrauni safnast upp í lónstæðinu

100501_voda_kl_0501.jpgDálítil merki um hraunrennsli frá eldstöðinni má sjá fyrir framan útfall bráðvatnsins fyrir framan Gígjökul. Þar á gamla Lónsstæðinu fyrir framan gljúfrið hefur eitthvað safnast saman. Að öllum líkindum eru þetta hraunbrot sem vatnið hefur borið niður.

Þetta má sjá vel á efstu myndinni sem tekin er af vef Vodafone um klukkan 5 í morgun.

Til samanburðar er svo mynd frá því kl. 9 í morgun. 

Báðar myndirnar hafa verið stækkaðar talsvert til að hægt sé að greina smærri atriði .

100501_voda_kl_0858.jpg

Og hvað sýna þær okkur? Um það veit ég minnst en kannski er eftirfarandi líklegt.

 

  • Hraunið fyrir framan gljúfrið breytir vatnsrennslinu.
  • Frá kl. 5 hafa myndast svartir taumar niður frá gljúfrinu. Þeir eru a.m.k. tveir. Þeir eru neðan undan hraunhrúgunni og liggja í sveig með vatnsstefnunni. Vatnið dregur með sér hraunbrot sem hlaðast upp ásamt öðru efni „skjólmegin“ við hraunhrúguna  og mynda þessa tauma.
  • Eftir því sem meira hraun fellur niður má gera ráð fyrir að vatnið leiti framhjá hrúgunni, festi sig jafnvel í ákveðnum farvegi og grafi sig niður. Þarf af leiðandi má gera ráð fyrir að vatnið „moki“ jafnvel enn meiri leir, möl og ís út á Markarfljótsaura en það hefur gert lengi.

 

 


mbl.is Virkni svipuð og að undanförnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér finnst gaman að lesa þínar spekúleringar um gosið og annað því skylt. Eiginlega ert þú það sem fréttamenn vantar til að skrifa um - ja eiginlega hvað sem er. Þú þekkir landið og kannt orð yfir það sem þú vilt segja. Ertu nokkuð alinn upp nærri Mosfellssveitinni?

Helga R. Einarsdóttir, 1.5.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir Helga. Þetta eru bara spekúleringar eins og þú segir. Margir taka fyrir andlitið þegar þeir sjá það sem ég skrifa en sumir taka því léttar og og hlægja vinalega. Fyrir alla muni passaðu þig á því að taka ekki of mikið mark á því sem ég skrifa þó sennilegt sé.

Jú, ég óst upp frá fjögurra ára aldri nærri Mosfellssveitinni, raunar í Stór-Mosfellssveitinni í úthverfi sem heitir Reykjavík. ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.5.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Í Grafarholti, þar sem hún  Helga amma mín átti heima og þar man ég eftir Birni langafa með  hvítt og sítt skegg. Rétt hjá mér?

Ég  les ekki um gos eins og krítískur fræðimaður, heldur af áhuga á því sem gerist í kringum mig. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.5.2010 kl. 11:19

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Neeeei, Helga. Þetta er utan við það sem sem ég þekki. Ólst upp í Hlíðunum og í nágrenni Laugaráss, hverfi 104.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.5.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

"Bæði jafngott", eins og sagt er. Ég á villigötum en það gerir ekkert til.

Eina sem munar, ég er þá bara meiri sveitamaður en þú kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.5.2010 kl. 11:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er engin æsifréttamennska, mér líkar það vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband