Hraunrennslið í toppgígnum nálgast brattann
27.4.2010 | 08:20
Athygli vekja gufubólstrar þegar litið er á vefmyndavél Vodafone af toppgíg Eyjafjallajökuls. Þeir eru ekki við gíginn heldur mjög nálægt Ytri-Skolta, sem er vestari hluti skarðsins í toppgígnum, þar sem jökullinn fellur niður.
Við nánari umhugsun er mjög líklegt að þessi gufubólstrar stafi af hrauni sem bræðir ísinn á leið sinni frá virka eldgígnum niður að skarðinu í toppgígnum.
Um leið má áætla að hraunrennslið sé ekki mikið enda líkjast bólstrarnir frekar þeim sem komu úr Hrunárgili þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. Væri meira hraun mætti gera ráð fyrir meiri gufu.
Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu hallinn er mikill í toppgígnum en hann er talsverður enda ekki ólíklegt að hraunið sé þarna komið rúmlega kílómeter frá virka gígnum.
Eftir að hraunið hefur náð í skarðið tekur við miklu meiri halli og þá má eflaust gera ráð fyrir miklum látum eða sjónarspili svo gripið sé til ofnotaðs orðfæris hrifnæmra fjölmiðlamanna.
Búist við öskufalli norðvestur af eldstöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Athugasemdir
Nú ertu farinn að rugl með örnefni - samkvæmt kortinu sem þú birtir í ærslunni "Nú er gaman" eru "Fremri Skoltur" og "Innri Skoltur" en enginn "Ytri Skoltur" og gufubólstrarnir sem nú sjást sýnast mér vera við Innri Skolt - ef það þá er ekki bara þokuslæðingur - hann er búinn að plata mig áður!
Kveðja,
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 27.4.2010 kl. 11:23
Sæll Ragnar. Hef hingað til haldið mig við Ytri-Skolt, hef reynt að halda mig við það. Veit að sumir nota Fremri-Skolt.
Nei gufan er ekki þokuslæðingur. Kemur berlega í ljós núna kl. 11:27. Hraðinn á hrauninu virðist vera talsverður því af gufumökkurinn er kominn mun norðar en þegar ég birti bloggfærsluna, fyrir um þremur klukkustundum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.4.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.