Glæsileg mynd en slakur myndatexti

528688.jpg

Myndin sem fylgir fréttinni er einstaklega falleg. Hún er ekki tekin við sunnanverðan Ayyahfyahlahyerkuhl, eins og segir í myndatexta, heldur miklu nær austrinu. Þarna eru Skógar og því nær að segja að myndin sé tekin við austanverðan jökulinn.

Þessar upplýsingar skipta svo sem litlu máli en mér finnst betra er að hafa áttirnar réttar. Það gefur fyllri upplýsingar.

Nokkur list er að semja til góðan myndatexta. Alls ekki má kasta til höndunum við það verk frekar en meginmálið eða fyrirsögn. Frekar óvandað er að láta láta nægja að segja „Við sunnanverðan Eyjafjallajökul í dag“. Hægt er að gera miklu betur.

Á myndinni sést upp á jökul, Hámundur er tindurinn næst gosinu, hann er hæsti hlutinn. Til hægri hallar af jöklinum niður á Fimmvörðuháls. Fremst á myndinni er hlíðin ofan Skóga og vinstra megin sést í bergið við Skógafoss. 

Þessa fínu mynd tók Jónas Erlendsson og er óhætt að óska honum til hamingju með hana.


mbl.is „Fólk er farið að sjá sólina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Myndin er tekin frá Flugvellinum er þsð ekki? stefna linsunar er um það bil 350° eða nnw.

Skógar eru í ssa af toppgígnum sem nú er að gjósa.

Austan við toppgíginn er til dæmis fimmvörðuháls og ónefnt fell sem varð til í litlu gosi á hálsinum fyrir nokkrun dögum síðan.

Guðmundur Jónsson, 22.4.2010 kl. 00:22

2 identicon

Gleðilegt sumar

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband