Nokkrar forsíður evrópskra dagblaða
18.4.2010 | 10:26
Ekki myndi eldgos á Íslandi vekja viðlíka athygli nema fyrir þá sök að öskuframleiðslan úr Eyjafjallajökli stöðvar alla flugumverð. Í gær var sagt að af 28.000 flugferðum um Evrópu hefði 18.000 verið felldar niður. Það var einna helst að í suðurhlutanum væri enn flogið.
Þetta er stórfrétt og ekki furða þó öll stærstu dagblöð álfunnar hafi slegið upp fréttum af flugstoppi, öskufalli og Íslandi á forsíðuna.
Ég hata Ísland, var fyrirsögn í einhverju dagblaði eða vefmiðli í Evrópu. Ferðamenn verða fúlir og þreyttir á þessu flugstoppi en flestir gera sér vonandi grein fyrir því að íslenska þjóðin stendur ekki fyrir hamförunum.
En á Ísland einhverja möguleika þegar augu heimsins beinast að landinu? Ég vil fullyrða að svo sé. Meðan við eigum í mestu kreppu sem gengið hefur yfir þjóðina hljótum við að líta til allrar athyglinnar sem við njótum og reyna að nýta okkur hana. Það getum við gert með markaðsátaki um alla Evrópu, kynnt útflutningsvörur þjóðarinnar, landið sem ferðamannastað og ekki síst hvatt til fjárfestinga hér á landi.
Skoðum aðeins hversu gríðarlega auglýsingu Ísland hefur fengið. Lítum á forsíður nokkurra evrópskra dagblaða. Af handahófi valdi ég nokkrar og tel þau hér upp í stafrófsröð:
Aftenposten í Noregi, Aftonbladet í Svíþjóð, Alto Adiage á Ítalíu, Bild í Þýskalandi, Delo í Slóveníu, Die Presse í Austurríki, Diena í Lettlandi, El Pais á Spáni, Irish Examiner á Írlandi, La Stampa á Ítalíu, La Vangua á Spáni, La Voix í Lúxemburg, Lidove Noviny í Tékklandi, Neue Westfälishe í Þýskalandi, Politika í serbíu, Público í Portúgal, SME í Slóvakíu, The Times í London, The Times á Möltu, Trouw í Hollandi, Vecernji í Króatíu og Vilniaus Diena í Litháen.
Fólk flýr öskufallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Athugasemdir
Vá ... mikil vinna sem þú hefur sett í þetta. Flottar upplýsingar, gaman að skoða. Danke.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:11
Það væri nú lítið varið í blogg sem ekki hefur verið lögð í einhver vinna og hugsun. Ekki satt Grefill?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.4.2010 kl. 14:36
Hárrétt, Sigurður ... en það sjá örugglega ekki allir hvað í þetta er lagt!
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 15:49
Takk fyrir þessa góðu bloggfærslu og upplýsingar um öll blaðaskrifin að utan, Sigurður ...
Ég er að hugsa um að fá að benda á hana á blogginu mínu !
josira, 18.4.2010 kl. 16:32
Flott færsla!
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 19:57
Það er ágætt að fá jákvæða athygli, þó að flestir séu reiðir núna útí landi, en hlæja svo að þessu þegar þetta er yfirstaðið og skipuleggja ferð til íslands til að skoða þetta ógurlegu eldstöð:-)
Ásta María H Jensen, 18.4.2010 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.