Tómar getgátur sem standast illa

100417_vodafone_kl_2023.jpg

Þessi frétt er ekki nógu skýr að því er varðar jarðfræðina. Í henni segir:

Sigkatlar í ísnum eru það stórir að gjóska er farin hlaðast upp í gíg sem einangrar ís frá kvikurásinni. Lítill ís virðist vera að bráðna en nægt vatn kemst samt að kvikunni til að sprengivirkni haldi áfram. Flóð hefur ekki orðið frá því í gærkvöldi.

Tilvitnunin er illskiljanleg. Hvernig kemst vatn að kvikunni ef gígur hefur myndast sem einangrar hana frá ísnum? Er vatn allt umhverfis gíginn og hripar það í gegnum gjóskuna og inn að kviku.

Nei, fjandakornið. Hér þarf meiri og betri skýringar sem rekast ekki hver á aðra.

Líklegast er að enginn gígur hafi myndast og enn sé stöðug bráðnun. Nema það sé gasi sem veldur sprengingum. 

Þessi fallega mynd af gosinu í Eyjafjallajökli var tekin af vefmyndavél Vodafone í kvöld rétt um kl. 20:23. Samkvæmt hennir eru gufubólstrarnir milir og þó ekki sjáist mikill öskumökkur þetta augnablikið er nóg um sprengingarnar. Það bendir eindregið til þess að bráðnun sé mikil og nóg sé af vatni og fátt sem heldur því frá kvikunni.

Annars eru allt of miklar getgátur um gíginn. Líklegast er best að fara að lalla sér upp á jökul og kíkja oní herlegheitin. Kannski taka líka nokkrar myndir.


mbl.is 10-15% af ísnum hefur bráðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

"kíkja oní herlegheitin"...he he he

Friðrik Friðriksson, 17.4.2010 kl. 20:47

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Láttu það nú vera að sinni

Skúli Víkingsson, 17.4.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

En ef ég fer ekki lengra en að Guðnasteini? Er vel kunnugur honum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2010 kl. 20:59

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einmitt Sigurður endalausar vangaveltur um eitthvað sem við höfum ekki hugmynd um, trúlega, ekki hægt að segja til um, gæti gosið á morgun eða eftir tíu ár

Finnur Bárðarson, 17.4.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband