Af veðri, sjónarspilum, vitleysum og mistökum
5.4.2010 | 10:30
Í stóra gilið hefur greinilega runnið hraun og ekki ber á öðru en glóandi hraunstraumur sé hægra megin við það.
Inn á næstu mynd hefur hraunstrauminn verið teiknaður og er hann miðaður við 31. mars.
Sem sagt, ég hef stundum rangt fyrir mér og er alltaf mest hissa á því sjálfur. Aungvir aðrir.
Svo ég beini nú athyglinni frá þessari vitleysu í mér þá vekur eiginlega mesta athygli sléttan sem hraunstraumarnir renna um á leið sinni ofan í Hvannárgil. Hún er að vísu ekki algjörlega slétt en látum það vera. Þarna má á næstu dögum búast við því sem fréttamenn kalla mikið sjónarspil (þetta éta þeir hver upp eftir öðrum rétt eins og ekki sé hægt að lýsta einhverju náttúruundri á annan hátt).
Haldi gosið áfram mun hraunið líklega renna æ meir út á sléttinu eftir aukist fyrirstaðan hraunrennslisins í austur. Verða þá þarna í hömrunum til fjölmargir hrikalegir fossar sem væntanlega munu gleðja augun, þau mannlegu og myndavélarinnar. En það verður aðeins um stundarsakir.
Fleirum en mér mun þykja mikill missir af Hvannárgili á þessum slóðum. Það er gríðarlega fagurt og tilkomumikið á köflum. Úthólmar eru einstök og viðkvæm gróðurvin og þar skammt frá stóð sérkennilegur sandsteinn fyrir nokkrum árum. Hann var nefndur Staupið vegna sérkennilgrar lögunar sinnar. Og svo hrundi hann enda efniviðurinn ekki upp á marga fiska.
Neðstu myndina tók ég að kvöldi 1. apríl. Á henni sjáum við þessa sléttu sem ég nefndi, og hamrana undir henni, ofan við Hvannárgil og Innra-Suðurgil. Af sléttunni hefur runnið bræðsluvatn undan glóandi hrauni. Á þessum slóðum mun hraunið svo taka renna einhverja næstu daga og það verður nú aldeilis sjónarspil.
Óveður á gossvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðar upplýsingar. Takk fyrir.
Haraldur Bjarnason, 5.4.2010 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.