Smá hugleiðing um hraunrennsli

100401_eldsto_var_978255.jpg
Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur heldur úti afskaplega fróðlegu bloggi um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Fyrir leikmann er afar fróðlegt að fræðast um jarðfræðina og eiginleika gossins.

Í dag sá ég að Haraldur birtir kort af útbreiðslu hraunsins og mynd þar sem hraunstraumurinn er teiknaður inn á hana. Það er Eyjólfur Magnússon hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hefur gert. Staða hraunsins er miðuð við 31. mars kl. 12.   

Á kortinu segir að tveir hraunstraumar séu ofan í Hvannárgil en það er ekki rétt. Ég var utan í sunnanverðum Útigönguhöfðu að kvöldi 1. apríl og sá að á einum stað hafði runnið hraun. Hins vegar hafði greinilga runnið bræðsluvatn undan hrauninu og á nokkrum stöðum niður hamrana. Sjá meðfylgjandi ljósmynd.

Auðvitað gerði ég athugasemd við bloggið hans Haraldar og af ljúfmennsku sinni bendir hann á að líklega sé myndin og kortið byggð á radarmyndum. Það breytir auðvitað öllu. Radarinn nemur hitann og líklega hefur verið hiti í vatninu þegar Jarðvísindastofnunin skoðaði aðstæður.

100404_gos_kl_19.jpg

Ég held þó að brátt fari að renna hraun niður í Hvannárgil, bæði þar sem Eyjólfur nefnir á mynd og korti, og einnig víðar, s.s. ofan hamrana og einni inn í botn Innra-Suðurgils. Raunar sýnir meðfylgjandi mynd frá veefmyndavél Vodafone að mikinn gufumökk leggur upp rétt ofan við Innra-Suðurgil. Eitthvað er að gerast þar núna rétt fyrir kl. 19.

Verði svo styttist svo um munar sú vegalengd sem fólk þarf að ganga til að skoða ósköpin. Þá nægir aðeins að ganga í innan við klukkutíma að ágætum útsýnisstöðum ofan Votupalla sunnan við Bása.

Slæmu fréttirnar eru þær að eflaust mun bræðsluvatn úr Innra-Suðurgili verða svo mikið að Hvanná mun vaxa verði ófær og því illfært inn í Bása.

Að þessu sögðu vil ég endilega benda lesendum á bloggið hans Haraldar jarðfræðings, en það er á slóðinni http://vulkan.blog.is/blog/vulkan. Þar má fræðast t.d. um efnasamsetningu gassins sem úr eldgosinu kemur, gosssögu Fimmvörðuháls, ástæðuna fyrir því hversu hávaðinn er mikill í eldgígunum, tengslin við Kötlu og fleira og fleira.

Eftirfarandi þykir mér afskaplega athyglisvert hjá Haraldi:

Gosið er því á þessu stigi búið að “menga” jafn mikið af koltvíoxíði og eitt prósent af árslosun alls iðnaðar og mannlífs á  Íslandi.  En þetta er ekki mengun, heldur er náttúran sjálf að verki, og hún má gera allt.   Sennilega er magnið af brennisteini sem berst út í gufuholf frá gosinu svipað, eða um 50 miljón kg. Það kemur út sem SO2 gas, en myndar fljótlega örsmáar agnir  eða “ryk”  af H2SO4 brennisteinssýru sem svífa í loftinu. Að lokum falla agnirnar til jarðar sem “súrt regn”.  Hætt er við að bílar ryðgi nú fyrr á Suðurlandi  en á öðrum landshlutum, og ef til vill hefur súra regnið áhrif á gróður á meðan á gosinu stendur. 

mbl.is „Gosið enn í sínum ham“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thakka áhugaverda pistla um gosid, en thó fyrst og fremst greinagóda lýsingu á stadháttum, sem ekki veitir af, thar sem fjolmidlar hafa ekki á nokkurn hátt stadid sig nógu vel, enda mottóid thar fyrst og fremst ad verda fyrstir med fréttir og thvi midur of oft, ekki fréttir. Hvada rugl sem er, haft eftir hverjum sem er, virdist mokad út í loftid og madur skilur á koflum hvorki upp né nidur í thvi sem um er ad vera.

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2010 kl. 23:10

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Er eitthvað skrýtið að maður fari eftir sinni innstu hjartans-skynjun?

Það er svo margt í vísinda-heimum sem ekki stenst? Ég hlusta alla vega á mína innri skynjun, frekar en vísinda "mínus"-skilning!

Hver og einn er ábyrgur fyrir sér og sínum! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband