Góð færð, ekkert í Hvanná og lítið hraunrennsli

Flott veður er á Fimmvörðuhálsi ef dæma má af vefmyndavélum Mílu og Vodafone. Í frétt á mbl.is hér áðan er því haldið fram að hraun renni ofan í Hvannárgil. Ég hef litla trú á því að hraunrennslið sé þar í einhverjum mæli. þá ályktun dreg ég einfaldlega af vefmyndavél Vodafone sem sýnir gosstöðvarnar frá Þórólfsfelli fyrir innan Fljótshlíð.
fra_orolfsfelli_m_ornefnum_978068.jpg

Hins vegar er erfitt að átta sig á fréttinni. Blaðamaðurinn talar um „bæði Hvannárgilin“.Ég velti því fyrir mér hvort hann eigi við það ónefnda afgil úr Hvannárgili sem ég hef nefnt Innra-Suðurgil vegna þess að það er innar en annað gil sem líka gengur til suðurs og sannarlega heitir Suðurgil.

Á myndinni sem hér fylgir með og fengin var fyrir nokkrum mínútum frá vefmyndavél Vodafone er ekki nokkra gufubólstra að sjá, hvorki úr Hvannárgili né Innra-Hrunárgili. 

Lyngt er nú á þessum slóðum og gosstrókurinn stendur beint upp í loftið. Vonandi átta lesendur sig á aðstæðum. Til vonar og vara set ég kortið með með tilgátu minni um stöðu hraunsins.

100404_kort_978067.jpg

Á vef Veðurstofunnar er getið um vöxt sem varð í morgun í Hvanná. Vöxturinn varð nú ekki meira en sem nemur tíu sentimetrum sem er afar lítið og ekkert merkilegra en gerist og gengur vegna sólbráðar að sumarlagi. Og iðulega er Hvanná því mórauð að sjá. Telst ekki til tíðinda. Hún má vaxa talsvert áður en hún verður ófær.

Þegar ég var inni í  Básum fyrir helgi og taugaveiklun greip lögreglu og almannavarnir var enginn vöxtur í Hvanná. Ég velti því fyrir mér hvort mælingin sé sjálfvirk eða einhver þurfi að ganga út að ánni og mæla dýptina með priki. Þar af leiðandi má velta fyrir sér hvaða forsendur stjórnvöld hafi fyrir sér um ástandið á Fimmvörðuhálsi eða hvort þeir sem um það véla hafa einhverja þekkingu á staðháttum. Af reynslu minni dreg ég það stórlega í efa.


mbl.is Óbreytt ástand á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...sem ég hef nefnt Innra-Suðurgil"

Mér líður nú betur að kalla hlutina þeim nöfnum sem þeir heita, en ekki það sem einstaklingum út í bæ dettur í hug að kalla þá.

Auk þess er þetta gil tengdara Hvannárgili en Suðurgili og því væri eðlilegri nafngift: "Ytra Hvannárgil".

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 14:52

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegt að sjá frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2010 kl. 14:59

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gunnar. Þarna er Suðurgil eins og þú nefnir. Nær samhliða því, aðeins innar er annað gil sem hefur ekki nafn, ekki einu sinni í Þórsmerkurbók Þórðar á Skógum. Þetta gil er líka langt og mjótt og gengur til suðurs og áðurnefnt Suðurgil.

Eitthvað verður árans gilið að heita og það gengur ekki að kalla það Ytra-Hvannárgil vegna þess að það er hvorki utar né á það mikið sameiginlegt með Hvannárgili, það myndir þú áreiðanlega vera sammála mér um ef þú kæmir á þessar slóðr.

Hins vegar er ég sammála þér að einstaklingar úti í bæ eiga ekki að láta sér detta í hug að skíra hlutina. Vandamálið er bara það að gilið er stórt og fleiri en ég nefna það Innra-Suðurgil, t.d. fararstjórar hjá Útivist og aðrir sem þekkja sig vel á þessum slóðum.

Ég hefði ugglaust átt að segja „... sem oft er nefnt Innra-Suðurgil“ í staðin fyrir að nota fyrstu persónu enda var það ekki meiningin að eigna mér nafngiftina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.4.2010 kl. 15:41

4 identicon

Ég legg til að gilið verði látið heita Sigurðargil.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 17:07

5 identicon

... Ytra-Gunnarsgil finnst mér líka koma til greina.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 17:08

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott þegar einhver nennir að taka saman svona fróðleik. Takk fyrir það Sigurður

Finnur Bárðarson, 4.4.2010 kl. 17:42

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta nafnlausa gil er "þvergil" (líkt og þverá) Hvannárgils og afrennsli þess fer í Hvanná.  Og þar sem gilið liggur vestar en Hvannárgil, í þessu dala og giljasvæði, þá er það um leið utar. Suðurgil er enn vestar en er hins vegar sér á parti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 17:54

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jæja, Gunnar, látum hér við sitja. Þetta eru ágæt rök hjá þér, en ég er ekki sammála.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.4.2010 kl. 17:59

9 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Sigurðargil er skemmtilegt nafn. Sá er gengur þar gæti hæglega lent undir og sig urðað! :-)

Gengur þá þar sá er sig-urðar.

Gunnar Þór Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 22:23

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er verið að hrauna yfir mann? :-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.4.2010 kl. 22:25

11 identicon

Nákvæmlega Gunnar Þór ... svo er líka merkilega mikið af Sigurðum þar, hefurðu ekki tekið eftir því? Þannig að það segir sig eiginlega sjálft að gilið eigi að heita Sigurðargil.

Hrauna yfir þig??? Hvað meinarðu? Má maður ekki taka heilbrigðan þátt í umræðunni hér og koma með tillögur? Voruð þið ekki að tala um hvað gilið ætti að heita?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 23:07

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

„Það sem helst hann varast vann,

varð þó að koma yfir hann.“

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.4.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband