Vatnsenda Rósa, ástin og jeppinn

Oftast yrkja skáldin um ástina. Hún er eilíf og algild, ekkert jafnast á við hana. Og hvað er betra fyrir hina andlegu líðan að vera ástfanginn af góðri konu og vilja enda lífið í faðmi hennar (dálítið orðum aukið en hugsanlega skilja lesendur meininguna).

Las í Mogganum mínum Vísnahorn Péturs Blöndals blaðamanns. Sleppi sjaldnast því að lesa hann vegna þess að ég tel mig vera skáld, ljóðskáld. Vinir mínir segja að ég sé hins vegar meðalgott leirskáld ...

Mikið óskaplega orti Vatnsenda Rósa fallegar vísur til ástmanns síns. En hún var líklega raunsæ kona og vissi það að sú ást rýrnar sem ekki er endurgoldin eða langt verður á milli elskenda.

í Vísnahorninu segir Pétur: Sagnir herma að hún hafi fundið Pál Melsteð á förnum vegi og ort til hans:

Man ég okkar fyrri fund,
forn þó ástin réni.
Nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni.

Svo órómantísur og óspennandi sem ég er þá minnti vísan mig á jeppabíl sem ég átti fyrir langa löngu. Mér þótti afar vænt um hann en neyddist til að selja vegna blankheita. Löngu síðar sá ég bílinn aftur og þá á bílasölu. Fannst mér þá ekkert varið í bílinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama sagan hér ... ég átti einu sinni konu sem ég elskaði mikið en varð að sleppa lausri þar sem ástin var ekki endurgoldin. Seinna sá ég hana á bílasölu. Þá ískraði í henni, auk þess sem hún virkaði bæði ryðguð og ósmurð. Þess utan voru bremsurnar alveg farnar. Það var sorgleg sjón.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvur grefillinn ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.4.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

kátir piltar hér á ferð

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband