Þörf er gleggri upplýsinga fyrir almenning
29.3.2010 | 18:30
Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að lesa skýrsluna um niðurstöður kortlagningar í og við Hrunárgil. Ég átti von á að fá kort með staðsetningu hraunstraumsins, myndir sem lýstu stöðu hraunsins og svo framvegis.
GPS punktar segja leikmönnum lítið um staðsetningu hraunsins. Fólk vill fá kort með staðsetningum.
Nauðsynlegt er að gera greinamun á Innra-Hrunárgili og Ytra-Hrunárgili. Með því að stinga út staðsetninguna kemur í ljós að hraunjaðarinn er enn í innra gilinu og er endinn eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hraunjaðarinn í Hvannárgili er hins vegar ágiskun.
Hrunaá hefur ekki gufað upp, hún rennur enn, líklega milli þess og hlíðar og sýður á henni. Straumurinn er hins vegar svo mikill að hún hefur ekki horfið með öllu. Gaman hefði nú verið að sjá mynd af ánni, maður gæti þá gert sér grein fyrir því hversu mikill hluti hennar er í vökvaformi. Með því að rýna í myndina myndi ég giska á að rennslið sé um helmingur þess sem normalt er á þessum árstíma.
Í skýrslunni var engu að síður forvitnilegt að lesa um árkeiluna fyrir framan Hrunárgil, ég geri ráð fyrir að um sé að ræða Innra-Hrunárgil. Hún veldur því að hraunið mun falla til að byrja með til SA, upp í gilið við hliðina.
Árkeila er einfaldlega bunga sem myndast vegna framburðar árinnar úr gilinu. Samskonar árkeila er fyrir framan Hvannárgil og hún er gríðarstór enda mikill framburður úr gilinu. Sú árkeila mun án efa valda því að hraunstraumurinn úr Hvannárgili mun leggjast fljótleg til vinstri, vesturs, í stað þess að velta yfir að Valahnúk og stífla þar dalinn eins og sumir halda.
Þetta er einfaldlega það sem sjálf Hvanná gerir og breytir varla miklu þó í kjölfar hennar komið seigfljótandi apalhraun.
Annars er ég óðum að ná heilsu og nenni nú varla lengur að styðjast við óáreiðanlegar fréttir frá vísindamönnum eða öðrum. Best að kanna þetta allt sjálfur en til þess þarf maður að komast inn í Goðaland. Hvernig maður svindlar sér þá framhjá vörðum bannveldisins veit ég ekki enn.
Mikilll hiti í Hruná | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Forvitinn er ég. Getur þú útskýrt fyrir mér fyrirsögnina?
Ég veit hvað þú átt við, en ég hef aldrei séð þessa notkun eða beyingu á orðinu Glöggva.
Hamarinn, 29.3.2010 kl. 22:15
Fyrir alla muni ekki gera mikið úr þessari villu, smávægileg stafavíxl.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.3.2010 kl. 23:13
Ok, hélt að ég skyldi ekki íslensku.
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 00:27
Mér þætti gaman að fá gleggri útskíringar á því hvað þið eruð að meina?
Þórarinn Baldursson, 30.3.2010 kl. 09:13
Sæll Sigurður og takk fyrir upplýsingarnar, það er verulega pirrandi að sitja í útlöndum og þurfa að fylgjast með í gegnum fréttir.
Mig langar að spyrja þig, ég sé á vefmyndavél Mílu að það er mikil gufa sem kemur upp vestan megin við vestari hrauntunguna, hún virðist þá vera að breiða úr sér þar uppi á brúninni. Er þessi tunga að stefna í annan hraunfoss, t.d. niður í Innra Suðurgil?
Brynjólfur Þorvarðsson, 30.3.2010 kl. 11:14
Sæll Brynjólfur. Þú hefur held ég rétt fyrir þér. Ég er búinn að fylgjast með þessu frá því í gær og hélt fyrst að þetta væri ný hrauntunga, en ég held að þarna sé hraunið einfaldlega að renna yfir snjóinn og stefni í norðvestur. Það er einfaldlega að breiða úr sér.
Annars er tiltölulega slétt þarna, hallar í norður. Ofar hallar hins vegar ofan í Innra-Suðurgil og þar er ég sannfærður um að hraun fari að renna verði einhverjar breytingar á gígnum. Þar ofaní er mikill jökull og það mun taka talsverðan tíma fyrir hraunið að bræða hann.
Mér finnst best að fara á vef Vodafone og stækka myndina þar til að smáatriðin koma í ljós (yfirleitt best eftir hádegi miðað við sólarstöðu). Upplausnin á vél Vodafone er meiri en á hjá Mílu en uppfærslan er á átta sek freksti á móti þriggja hjá Mílu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2010 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.