Hvannárgil er fögur náttúrusmíđ
28.3.2010 | 18:42
Margir hafa haft samband viđ mig og spurt hvers konar gil ţetta Hvannárgil sé. Ég hef sagt frá ţví ađ giliđ sé afar fallegt og raunar stórkostleg náttúrusmíđ. Eiginlega finnst mér ćtti ađ banna umferđ hrauns í ţví, nema kannski upp í móti!
Giliđ er afskaplega vanmetiđ. Ég viđurkenni ađ mér fannst ţađ hrikalega langt og leiđinglegt eftir ađ hafa villst niđur ţađ sem ungur mađur eftir ferđ međ honum Hermanni Valssyni á Eyjafjallajökul. Síđar hef ég kynnst ţví betur og ţau kynni hafa sannfćrt mig um ađ Hvannárgil er einfaldlega fögur, raunar stórkostleg náttúrusmíđ.
Ţví miđur eru flestar myndirnar mínar úr Hvannárgili á filmum og skanner ekki handhćgur. Međ eftirfarandi frásögn fylgja ţó ţrjár myndir teknar á stafrćna vél.
Hvannárgil
Giliđ er gríđarlega langt og djúpt, líklega eru um 14 km frá mynni ţess í norđvestri og upp ađ Heljarkambi í suđaustri.
Tvö afgil ganga til suđurs úr Hvannárgili. Hiđ fremra nefnist Suđurgil og skerst inn í landiđ viđ Merkurtungur og nćr allt vestur undir Merkurtungnahaus. Hitt giliđ er minna og nafnlaust, má ţess vegna heita Innra-Suđurgil. Mynni ţess er ţví sem nćst sunnan viđ Útigönguhöfđa og ţađan liggur ţađ austan viđ Merkurtungnahaus og allt inn ađ Fimmvörđuhálsi. Ţar innst er brattur og illfćr skriđjökull sem Ţórđur Tómasson segir í riti sínu um Ţórsmörk ađ heiti Hvannárjökull.
Gönguleiđir eru ágćtar um Hvannárgil nema um miđkaflann, ţ.e. frá Innra Básaskarđi ađ Útigönguhöfđa. Ţar eru veggir gilsins háir ogbrattir, stundum lóđréttir og áin slćr sér milli bakka svo erfitt er ađ fara ţar um án ţess ađ vađa margoft.
Engu ađ síđur er ţetta áhugaverđ leiđ fyrir ţá sem sćkjast eftir nokkrum átökum á ferđ sinni um landiđ.
Innra-Suđurgil er mjög torfariđ og verđa á ţví sífelldar breytingar eftir ţví sem best verđur séđ og alls ekki mćlt međ ţví ađ ganga um ţađ nema međ góđum útbúnađi ţví sjálfheldur voru ţar nokkrar. Síđast var ég ţar á Ferđ međ Árna Jóhannssyni sem lengi var formađur Útivistar. Ţá áttum viđ ekki önnur úrrćđi en ađ vađa straumţunga og djúpa ána til ađ komast áfram.
Af ókunnugleika telja margir Hvannárgil vera erfitt og leiđinlegt yfirferđar. Ţví er nú fráleitt ţannig variđ. Hvannárgil er ađ vísu langt en hćgt er ađ skipta ţví í tvo eđa fleiri hluta.
Á síđustu árum hefur gönguleiđin frá Heljarkambi í Bása orđiđ ć vinsćlli enda mjög falleg og auđveld. Ţeir sem hafa oft fariđ yfir Fimmvörđuháls velja ţessa leiđ til tilbreytingar.
Fremri hluti Hvannárgils er einnig nokkuđ vinsćll og er ţá genginn hringur frá Básum, gengiđ annđ hvort upp í Fremra-Básaskarđ eđa Innra-Básaskarđ og ţađan yfir í Hvannárgil. Leiđin er frekar auđveld fyrir flesta. Giliđ er stórkostlegt, ţađ er hátt og veggir brattir. Á ađra hliđ er Réttarfell og á hina Stakkholt og sléttlendiđ nćst Hvannárgili nefnist Hátindaflatir.
Gönguleiđin í kringum Réttarfell
Hana má fara hvort heldur réttsćlis eđa rangsćlis en hér er valin sú síđarnefnda, en hin leiđin er ţó engu síđri. Upphafiđ er sem fyrr viđ Básaskála og er göngustígnum fylgt alla leiđ upp í Fremra Básaskarđ og tekur gangan um ţađ bil hálftíma. Ţá strembnasti hlutinn ađ baki og auđveld ganga ţađ sem eftir er.
Í Fremra-Básaskarđi er vegprestur enda ţar um nokkrar leiđir ađ velja en hér er bendingu hans fylgt ofan í Hvannárgil eftir greinilegum göngustíg.
Margt er ađ sjá, veđrađ móbergiđ í Réttarfellinu, lóđrétta hamraveggi Hvannárgils, múkkann sem flýgur yfir og jafnvel stöku hrafna sem stundum ráđast á múkkana og éta ţá.
Á korti í bók Ţórđar Tómassonar, Ţórsmörk, er skráđ örnefniđ Móhella ţar sem gönguleiđin liggur um. Engar frekari upplýsingar eru gefnar um nafniđ sem ţó má til sanns vegar fćra ţví landslagiđ er ađ mestu móberg.
Handan Hvannár opnast Suđurgil sem teygir sig inn ađ hömrunum fyrir neđan Eyjafjallajökul. Nokkru fjćr er Innra-Suđurgil á milli ţessara tveggja gilja heita Merkurtungur.
Ofan í Hvannárgili er gönguleiđin ógreinilegri og ógreiđfćrari ţví áin á ţađ til ađ slá sér sitt á hvađ á leiđ sinni út úrgilinu og flytja um leiđ til stórgrýti. Ţetta er ţó ekkert til vandrćđa.
Gunnufuđ eđa Mangafuđ er vestan megin í mynni gilsins ogminnir á sögnina um hjónin sem lögđust út. Sjá nánar um gönguleiđina ađ Stakkog Gunnufuđ í kaflanum um Stakkholt.
Ţegar komiđ er út úr Hvannárgili er haldiđ áfram međ Réttarfelli og síđan međ vegarslóđanum út ađ Álfakirkju. Ţar tekur kjarrlendiđ viđ og nú má velja um tvćr leiđir ađ Básaskála. Fyrri kosturinn er ađ ganga eftir veginum ogţarf ţá ađ stikla Básalćkinn sem ţarna er nokkuđ stór og breiđur. Hinn kosturinn er sá ađ ganga međ fjallinu eftir göngustígnum. Ţessar leiđir er ólíkar og sú síđarnefnda er seinfarnari en ólíkt fallegri.
Textinn í ţessu bloggi er úr óbirtu handriti ađ gönguleiđum á Gođalandi, Ţórsmörk og víđar eftir undirritađan.
Efsta myndin er út neđri hluta Hvannárgils. Ţar er yfirleitt allt mjög vel fćrt. Á nćstu mynd stendur drengur og horfir niđur eftir ţeim hluta Hvannárgils sem er illfćr, ţó ekki ófćr. Á ţriđju myndinni er horft upp Hvannárgil, allt ađ Heljarkambi og Bröttufannarfelli. Um ţennan hluta gilsins rennur líklega hraun núna.
Nýr hraunfoss í Hrunagili | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Athugasemdir
Flott lýsing hjá ţér, og sammála er ég um ađ myndir vanti.
Takk fyrir skemtilega lýsingu.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.3.2010 kl. 22:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.