Göngufólk verður að vera í góðu formi

Að sjálfsgöðu er þetta það eina rétta.Lögregluyfirvöld hafa ekki mannskap til að eltast við okkur göngumennina. Hundruð manna munu ganga á Fimmvörðuháls um helgina.

Vegalengdin frá Skógum og upp að Fúkka er um 12 km og þaðan eru um 3 km að gosstöðvunum. Góðum degi þegar frost er við jörð ætti gangan upp að taka um fjóra tíma.

Mjög mikilvægt er að halda sig við vegarslóðan, það er miklu fljótlegra en að ganga með Skógá. Frá Fúkka er gulu göngustikunum fylgt upp á háhálsinn.

Nauðsynlegt er að hafa bakpoka með sér. Í honum á að vera fatnaður til skiptana, hlífðarfatnaður og ekki síst grímur sem hægt er að bregða fyrir vit sér ef vindáttin gengur verður á hánorðan. Spáin er norðaustan en betra er að vera við öllu búinn.

Enginn ætti að ganga á Fimmvörðuháls nema hann sé í góðri æfingu og hafi reynslu í að ganga í um tíu tíma í einni lotu. Það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir að gangan á Hálsinn taki og er þá farið fram og til baka. 


mbl.is Heimilt að ganga á Fimmvörðuháls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband