Samtök heimildarmanna skemmta sér

Ekki er það merkileg fréttamennska eins fjölmiðils að þurfa að vitna athugasemdalaust í aðra fjölmiðla. Fréttablaðið hefur heimildarmann fyrir útgáfudegi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, Rúv á sinn heimildarmann, DV hefur líka heimildarmann, sömuleiðis Pressan. Ef til vill er það bara heiðarlegast að upplýsa um frétt annars fjölmiðlis frekar en að skálda upp heimildarmann að því gefnu að nefndin láti ekki nái í sig.

Nú er verið að prenta skýrsluna. Varla telst það vonlaust að hafa samband við formann nefndarinnar í síma eða með tölvupósti og inna hann eftir útgáfudegi.

Allir sem nálægt útgáfu hafa komið vita að þegar prentun hefst er búið að ákveða útgáfudag. Þess vegna er undarlegast að nefndin skuli ekki þegar hafa tekið af skarið heldur leyfi samtökum heimildarmanna að skemmta sér. Ef í hart fer hlýtur að vera hægt að sitja fyrir formanni nefndarinnar og krefja hann svara um það sem þegar hefur verið ákveðið.


mbl.is Skýrslan tefst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband