Vart fréttnæmt þó gengið sé um Vatnajökul

Það telst ekki til tíðinda þó einhverjir gangi yfir Vatnajökul. Nema kannski að þetta séu heimsfrægir pólfarar sem leggi á sig það lítilræði að skrölta vegalengd sem er örlítið brot af leiðinni á annan hvorn pólinn.

Samt er alltaf gaman að frétta af gönguferðum á Vatnajökul. Legg til að Mogginn minn geri öllum gönguferðum á jökla jafngóð skil eins og hetjuferð pólfaranna.

Fyrir á að giska tíu árum ætaði hópur Breta að ganga yfir Vatnajökul frá vestri til austurs og hvað það aldrei hafa verið gert áður. Það var auðvitað tóm vitleysa. Kannski var þetta sami hópur og stal af matarbirgðum Útivistarmanna sem höfðu fengið vélsleðamenn til að flytja nesti sitt í Grímsvatnaskála.

Bestir þóttu mér fræknir jöklafarar sem hjóluðu yfir Vatnajökul. Hvort Haldur Örn hafi verið í þeim hópi man ég ekki. Hetjudáðir verða engu minni þó hann komi ekki við sögu.

Af þessu má skilja að margt forvitnilegt gerist á Vatnajökli og ekki síður fréttatengt en þetta með pólfaranna.


mbl.is Þrír pólfarar saman í Vatnajökulsleiðangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband