Skilaboð til Breta, Hollendinga og íslenskrar ríkisstjórnar

Allir stjórnmálamenn myndu gera það sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðhefst - það er að segja séu þeir í pólitískum vanda.

Og hver er vandi Steingríms? Hann er einfaldlega höfuð framkvæmdavaldsins og hefur sem slíkur misst allt frumkvæði í Icesave málinu. Hann mótar ekki stefnu, hann stýrir ekki viðræðunum, hann er úti á þekju. Á meðan hefur stjórnarandstaðan tögl og haldir. Ríkisstjórnin er máttvana.

En Steingrímur þráast við. Hann ætlar núna að binda enda á þráteflið og koma í veg fyrir að kosið verði um Icesave málið, vera sá sem sker á hnútinn.

Það má vel vera að nýtt tilboð hafi vert það að verkum að þjóðaratkvæðagreiðsla sem slík sé stjórnskipulega óþörf. Hinu má þó ekki gleyma að synjun þjóðarinnar á samningi ríkisstjórnarinnar eru ótvíræð skilaboð til ...

  • Breta og Hollendinga þess efnis að almenningur á Íslandi ber ekki ábyrgð á vanskilum óreiðumanna.
  • ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ótvíræð skilaboð um að segja af sér. 

mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband