Veðurspá var slæm ... Og hvað með það?
15.2.2010 | 14:21
Það er svo auðvelt að gagnrýna. Sérstaklega fyrir þá sem eru staddir langt frá vettvangi og hafa ekki annað fyrir sér en þau sem gerðist. Meira að segja háttvirtur sýslumaður er orðinn forvitinn og vill vinna sér inn prik með því að taka þátt.
Veðurspáin var slæm ... Og hvað með það. Veðurspáin er ekki óyggjandi, síður en svo. Ótalmargt hefur áhrif á veðrið og flestir vita að innan spásvæðis geta aðstæður verið ólíkar. Í norðanátt er logn sunnan við húsið. Besti aðilinn til að meta aðstæður er yfirleitt sá sem er staddur á vettvangi. Ekki þeir sem heima sitja.
Í þessu tilviki þekkja starfsmenn fyrirtækisins aðstæður best og hafa reynslu af því að meta ástandið.
Óhöpp geta orðið, ekki endilega vegna veðursins heldur gera einhverjir mistök. Í því er einfaldlega vandinn fólginn og þar af leiðandi skiptir miklu að læra af reynslunni. Það munu starfsmenn fyrirtækisins áreiðanlega gera en ekki af því að ómerkilegt sófalið missir sig í bloggfærslum, sýslumaðurinn vaknar eftir að hafa sofið fram á skrifborðið eða fjölmiðlafólk lendir í vandræðum með að fylla dálksentimetra eða fréttatíma.
Eða þekkir einhver fyrirtæki sem sífellt er að týna ferðafólki í vélsleðaferðum í bandbrjáluðu veðri á jöklum? Nei, og hvers vegna eru ekki svona fyrirtæki til?
Sýslumaður rannsakar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hehe... eitthvað fær mann til að halda að þú sért skyldur einhverjum sem vinnur við sleðaferðir... en hvað um það.
Þeir sem veittu ferðamönnunum þessa þjónustu TÝNDU þeim uppá jökli... og það á jökli þar sem kona dó fyrir stuttu og fyrir mikið mildi fór ekki svo fyrir syni hennar líka.
Ég skil hreinlega ekki hvernig hægt er að afsaka það á neinn hátt að leiðsögumenn týni ferðamönnum á jökli. Sama hvernig viðrar. Mér finnst það óafsakanlegt. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu er að þjónustan hafi verið það léleg að hætta varð á ferðum þegar út af bar. Hugsanlega hefði verið hægt að komast hjá þessarri hættu með að hafa fleiri leiðsögumenn sem hefðu þá kannski komið í veg fyrir að einhverjir urðu eftir.
Hvað sem því líður og hvernig sem á það er litið þá týndust ferðamennirnir... og það var leiðsögumönnunum að kenna. Ferðamennirnir voru á jöklinum á þeirra ábyrgð og fyrir það fá leiðsögumenn borgað... svo einfalt er það nú.
Kannski er ég bara svona ómerkilegur sófakall... en það kostar ekki rúmlega 300 manns sem leggur sig í hættu í margra klukkutíma vinnu við fáránlegar aðstæður að koma mér í skjól ;)
Margeir Örn Óskarsson, 16.2.2010 kl. 01:18
Í upphafi gefur þú þér forsendur sem ekki eru síst af öllu málefnalegar, það er ómerkilegt.
Þú gefur í skyn að þjónustan hafi verið léleg og hefur áreiðanlega kynnt þér hana í þaula.
Með neikvæðri röksemdafærslu má fullyrða að léleg þjónusta hái allri íslenskri atvinnustarfsemi. Falli maður af baki í hestaferð og beinbrotni þá sé þjónustan léleg, óhapp í gönguferð í miðborg Reykjavíkur sé undir sömu sök seld og svo framvegis. Best sé því að gera ekki neitt.
Munum að óhöpp geta alltaf orðið hversu vel sem staðið er að málum. Það er þó engin ástæða til að rjúka upp og fella dóma.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.2.2010 kl. 08:23
... sem ekki eru síst af öllu????
Jæja... þetta var nú líka meint sem grín.
Ef menn slasa sig við tómstundaiðju eða áhugamál... þá er það slys. En það er ekki slys þegar menn, sem gefa sig út fyrir að vera (og eflaust eru það) þaulvanir jölklaleiðsögumenn, týna þeim sem þeir bera ábyrgð á. Sömuleiðis væri það öðruvísi ef ferðamanni á hesti væri týnt einhversstaðar uppá hálendi. Það er bara ekki sambærilegt við að slasa sig.
Svo er líka áhugavert að skoða veðurspá rúv kvöldið áður...
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4498667/2010/02/13/
Fyrirsögnin hjá þér verður við þetta ekki bara slæm heldur fáránleg.
Að fara upp á jökul þegar spáin er svona slæm... er frekar vafasamt svo ekki sé meira sagt.
Margeir Örn Óskarsson, 16.2.2010 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.