Þrjár ríkisstjórnir gegn Íslendingum

Ljóst er að þeir sem gerst þekkja hafa þá skoðun að Íslendingum beri ekki nein lagaleg skylda til að bæta innistæðueigendum Icesave umfram lágmarkið. Ríkisstjórnir Hollands og Bretlands gripu hins vegar í einhverju fáti til þess úrræðis að greiða innistæðurnar að fullu.

Fyrir rúmu ári fullyrti maður nokkur að Íslendingum bæri ekki nokkur skylda til að greiða erlendar skuldir íslenskra  óreiðumanna í útlöndum. Líkur benda til þess að maðurinn hafi haft rétt fyrir sér. Að minnsta kosti eru margir erlendir fræðimenn sömu skoðunar og hafa þó enga vitneskju um ummæli hans né heldur þekkja þeir til hans. Nær daglega koma fram nýjar upplýsingar um málið og fjölmargir erlendir fræðimenn fullyrða að bótaskylda Íslendinga sé mun lægri en andsæðingar þjóðarinnar halda fram, þ.e. ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands.

Sú íslenska hefur hingað til ekki fátt gert annað en að taka undir skoðanir Breta og Hollendinga og sér ekki annað í stöðunni en að verða við öllum kröfum. Svo langt hefur hún gengið að fullyrða að hið makalausa Icesave samkomulag sé fullrætt á Alþingi og í þjóðfélaginu. Fáir aðrir eru þeirrar skoðunar? 

Hins vegar er það sorglegt að Íslendinga skuli þurfa að berjast fyrir rétti sínum gegn ríkisstjórnum þriggja landa. 

 


mbl.is Hollendingar segjast ekki gefa eftir vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband