Reykjarvegur löggunnar og almannavarna ađ gosstöđvunum
17.7.2023 | 10:29
Fullyrđa má ađ ţađ sé međ ólíkindum ađ lögreglan og almannavarnir tryggi ekki betur öryggi fólks í ferđalögum. Algjörlega eftirlitslaust flćkist lýđurinn um öll fjöll, óbyggđir og jökla í alls kyns veđrum. Auđvitađ á ađ loka landinu ţegar hvessir, rignir, snjóar eđa ţegar sófaliđiđ í löggunni og almannavörnum finnur ţreytu sćkja á sig.
Fólk ţvingađ í 20 km göngu
Í alvöru. Frá ţví ađ eldgos hófust viđ Fagradalsfjall hafa yfirvöld orđiđ sér margsinnis til skammar fyrir fálmkenndar ađgerđir sínar. Í mars 2021 gaus í fyrsta sinn. Ţá var Suđurstrandarvegi lokađ milli Krýsuvíkurvegar og Grindavíkur og ţví boriđ viđ ađ hann vćri skemmdur. Ţađ var rangt. Göngufólki var ráđlagt ađ leggja bílum sínum í Grindavík og ganga ţađan ađ eldgosinu. Meira en tuttugu km leiđ. Hinn kosturinn var ekki skárri, ađ ganga frá Bláa lóninu, jafnlanga leiđ ef ekki lengri. Ţetta var ekki bođlegt. Löggan og almannavarnir ţekktu ekki landiđ, kunnu ekki ađ lesa á landakort og leituđu ekki til ţeirra sem ţekkingu og reynslu hafa.
Kađalbrekkan
Allir vita hvernig gönguleiđirnar voru hannađar ađ gosstöđvunum. Kađalbrekkan var frćg ađ endemum. Ákveđiđ var ađ láta fólk ganga upp mjög bratta og langa brekku. Ţegar ljóst var ađ fólki sóttist leiđin seint var settur langur kađall í brekkuna svo fólk gćti nú handstyrkt sig upp og niđur. Og ţetta var á tímum smitfaraldurs. Ţá var löggan ekki ađ gćta öryggis almennings.
Nátthagadalur
Aldrei flögrađi ađ snjallmennunum í löggunni á Suđurnesjum eđa Almannavörnum ađ gera gönguleiđ um dalinn sem kenndur er viđ Nátthaga. Var hann ţó auđveldastur fyrir göngufólk. Ţví var boriđ viđ í upphafi ađ kvikugangurinn vćri undir honum en ţađ var nokkru síđar dregiđ til baka. Raunar virtist kvikugangurinn vera beint undir lögguleiđinni, leiđ A.
Fólk sat á kvikuganginum
Ekki flögrađi ađ löggunni ađ huga ađ öryggi göngufólks sem settist oftar en ekki í brekkuna norđan viđ gígana tvo, snćddi nesti og hafđi ţađ gott. Stuttu síđar brast jörđin og eldsprunga myndađist nákvćmlega ţar sem fólk hafđi setiđ ţúsundum saman. Ekki var löggan ţá ađ gćta öryggis almennings. Ţarna varđ til stóri gígurinn sem sendi frá sér gríđarlegt hraun. Hann er orđinn hćrri en sjálft Gónfell sem var vinsćll útsýnisstađur.
Bannađ börnum
Ţegar gaus í dalverpi viđ Merardal tók löggan til ţess ráđs ađ banna börnum innan tólf ára ađ ganga ađ gosinu. Hún var gerđ afturreka međ banniđ, hafđi engar heimildir til ţess.
Ţriđja gosiđ
Nú ţegar gýs viđ Litla-Hrút hefur löggan og almannavarnir enn og aftur orđiđ sér til skammar fyrir einkennileg valdbođ sem minna frekar á sérviskulegar tilskipanir einvaldskonunga fyrr á tímum: Ég einn veit, valdiđ er mitt. Svo virđist sem yfirvöld haldi ađ fólk sé fífl og hlaupi umsvifalaus ofan í nćsta gíg eđa leggist á fjórar fćtur á glóandi hrauniđ. Allt í einu dettur löggunni í hug ađ skipuleggja hinn eina og sanna ríkisveg, svona í anda Marteins Mosdals í Spaugstofunni.
Reykjarvegur
Hann fékk međ viđhöfn nafniđ Meradalavegur. Fólki var ćtlađ ađ ganga tíu km leiđ á móti norđanátt, reyk frá mosabruna og mekki úr eldgosi. Ţúsundir gengu ađ gosstöđvunum og nefndu veginn sín á milli Reykjarveg og er ţađ réttnefni.
Skyndilega fékk löggan bakţanka og veginum og var lokađ. Hvers vegna? Tja, sko, viđ erum ađ tryggja sko öryggi ferđamanna og sko veđbragđsađila. En hvađ međ öryggislausa ferđamenn Esju, á Hornströndum, á Laugaveginum, á jöklum? Enginn tryggir öryggi ţeirra.
Móhálsadalur
Ekki nóg međ ađ Reykjarvegi vćri lokađ heldur ákváđu yfirvöld ađ loka veginum um Móhálsadal, ţeim sem stundum er kenndur viđ Vigdísarvelli og ber númeriđ 428. Ţađ var nú einkennileg ráđstöfun, ţó er hann ekki lokađur nema á korti.
Ég spurđist ţví fyrir um lokunina hjá löggunni á Suđurnesjum, Almannavörnum og Vegagerđinni. Fékk ađeins svar frá ţeirri síđastnefndu. Hún segir:
Ţessi lokun er í samstarfi Vegagerđarinnar og Almannavarna svo ađ fólk sé ekki ađ keyra í grennd viđ gosstöđvar ţar sem margir slóđar liggja út af Vigdísarvallarvegi 428.
Ţetta bendir einungis til ţess ađ yfirvöld vilji gera fólki eins erfitt fyrir ađ komast ađ gosstöđvunum og hćgt er. Almannavarnir ríkislögreglustjóra ćttu ađ heita Almannatálmanir. Ţađ vćri réttnefni.
Krókamýri
Besta leiđin ađ gosstöđvunum viđ Stóra-Hrút er frá Krókamýri í Móhálsadal. Ţađan eru ađeins um sex km ađ Hraunsels-Vatnsfelli.
Ţokkalegur malarvegur er um Móhálsadal, nokkuđ grófur en fćr flestum bílum nema ţeim allra minnstu. Nóg er af bílastćđi viđ Krókamýri en leggja verđur af skynsemi svo ekki hljótist af gróđurskemmdir.
Gangan upp á Vesturháls er auđveld sem og niđur ađ Skolahrauni hinum megin. Sunna viđ Krókamýri er Vesturháls afar brattur ađ vestan ţó grasi vaxinn sé.
Borgaraleg óhlýđni
Ađ öllum líkindum mun löggan nú setja sérsveitina á vegamót Krýsuvíkurvegar og Móhálsadals og ţeir settir í járn sem leyfi sér ađ njóta gönguferđa á brunareyks og gosmakkar. Engu ađ síđur óska ég fólki góđrar ferđar og hvet almenning til ađ reyna ađ sniđganga bjánabönn yfirvalda í anda borgaralegrar óhlýđni.
Greinin birtist í Morgunblađinu laugardaginn 15. júlí 2023.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)