Skálduđ skođanakönnun Fréttablađsins

Ţegar sveitastjórnarkosningarnar 14. maí 2022 eru gerđar upp vekur fernt mesta athygli:

  1. Styrkur Sjálfstćđisflokksins gegn gengdarlausum áróđri
  2. Öflugur sigur Framsóknarflokksins víđa um land
  3. Tap smáflokka og örflokka
  4. Léleg kosningaţátttaka í Reykjavík, 61,1%

Á öllu landinu fékk Sjálfstćđisflokkurinn 110 fulltrúa í sveitarstjórnum. Framsóknarflokkurinn fékk 67 en ađrir flokka mun minna. Samfylkingin fékk ađeins 26 og Píratar fengu fjóra, sama og Miđflokkurinn.

FréttablađiđAf ţessu má draga ţá ályktun ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafi unniđ varnarsigur í baráttunni gegn áróđursvél Samfylkingarinnar og fjölmiđla sem drógu taum hennar, beint og óbeint

Margir ráku upp stór augu er ţeir sáu skođanakönnun á forsíđu Fréttablađsins 10. maí 2022, fjórum dögum fyrir kosningar. Spáin var ţessi í Reykjavík:

  1. Samfylkingin 26,7%, í kosningunum fékk hún 20,3%.
  2. Píratar, 17,9%, fengu 11,6%.
  3. Sjálfstćđisflokkurinn 16,2%, fékk 24,5%.
  4. Framsóknarflokkurinn 12,4%, fékk 18,7%.
  5. Sósíalistaflokkurinn 7,7%, fékk 7,7%
  6. Viđreisn 7%, fékk 5,2.
  7. Vinstri grćn 5,4, fékk 4%.
  8. Flokkur fólksins 4,2%, fékk 4,5

Skođanakönnunin er greinilega óralangt frá raunveruleikanum enda lítur út fyrir ađ hún hafi aldrei átt ađ endurspegla hann. Sú viđbára ađ könnunin lýsi pólitískri stöđu á ţeim degi er hún var gerđ stenst ekki. Könnunin var blákaldur áróđur.

Fullyrđa má ađ niđurstöđum könnunarinnar hafi veriđ breytt hvađ varđar efstu fjóra flokkana. Í henni er Samfylkunni og Pírötum hampađ á kostnađ Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins. Hćgt er ađ bera hana saman viđ ađrar skođanakannanir fyrir kosningarnar.

Fréttablađiđ virđist beinlínis ađ hafa reynt ađ hafa áhrif á úrslit kosninganna međ skođanakönnun sem er í besta falli hrođvirknislega gerđ og í versta falli fölsk, heimatilbúinn.

Menningarritstjóri Fréttablađsins, Kolbrún Bergţórsdóttir, fullyrti í leiđara ađ skođanakönnunin vćri ekki marktćk. Hún sagđi:

Ţađ var ţví nokkuđ skondiđ ađ sjá hvernig fjölmiđlar slengdu ţví fram sem stórfrétt og leituđu til álitsgjafa ţegar Sjálfstćđisflokkurinn fékk 16 prósent í einni könnun – könnun sem flest bendir til ađ hafi veriđ lítiđ marktćk.

Ţetta ţótti fín frétt í tíđindaleysi, en ţađ var líka margt ofstćkisfullt fólk sem sá ţarna draum sinn um fall Sjálfstćđisflokksins rćtast.

Ekkert heyrđist um skođanakönnuna frá samfylkingarmanninum Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra blađsins, nóg kemur frá honum um ómerkilegri mál. Ţađ skyldi ţó ekki vera ađ andinn hafi komiđ yfir skáldiđ og hann samiđ könnunina.

Ekki vantađi hamfararspána hjá Píratanum Ađalheiđi Ámundadóttur, blađamanni, í leiđara blađsins. Hún sagđi ţann 11. maí:

Framsóknarflokkurinn ţarf heldur engin málefni til ađ ná árangri ađ ţessu sinni. Stefna Framsóknarflokksins í Reykjavík er Einar Ţorsteinsson.

Samkvćmt nýrri könnun Fréttablađsins nýtur hann jafnmikils stuđnings sem nćsti borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstćđisflokksins.

Ađalheiđur hafđi hrikalega rangt fyrir sér í óskhyggju sinni sem hún ţó flutti eins og blákaldar stađreyndir. Áróđurinn bar skynsemina ofurliđi, Framsóknarflokkurinn er óumdeildur sigurvegari í Reykjavík. Skelfingar ósköp klikkađi ţessi kona í áróđrinum.

Píratar örflokkur á landinu, fengu fjóra fulltrúa í sveitarstjórnum. Snautlegur árangur ţađ. Til samanburđar fékk Miđflokkurinn líka fimm fulltrúa en telur sig ekki sigurvegara eins og Píratar. Árangur Pírata á öllu landinu er ţessi:

  1. Reykjavík, 3 fulltrúar
  2. Kópavogur, 1 fulltrúi
  3. Hafnarfjörđur, 0
  4. Reykjanesbćr, 0
  5. Akureyri, 0
  6. Ísfjörđur. 0

Ţađ má ţó segja Pírötum til hróss ađ ţeir höfđu vit á ţví ađ bjóđa ekki fram annars stađar en á ţessum sex stöđum.

Í leiđara Fréttablađsins ţann 11. maí segir Kolbrún Bergţórsdóttir um Sjálfstćđisflokkinn:

Hann er nauđsynlegt afl í íslenskri pólitík. Ţar er stađiđ vörđ um einstaklingsfrelsiđ og barist gegn hinum ţrúgandi pólitíska rétttrúnađi sem sligar samfélagiđ. Ţetta eiga menn ađ virđa, hvort sem ţeir kjósa Sjálfstćđisflokkinn eđa ekki.

Ţetta er skynsamlega mćlt.

Á vef ríkisútvarpsins segir í fyrirsögn sunnudaginn 15. maí 2022, daginn eftir kosningarnar:

Stćrsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstćđismanna.

Og ég sem hélt ađ stćrsta fréttin vćri sú ađ meirihluti vinstri manna í Reykjavík hafi falliđ. Sú stađreynd er falin langt inni í fréttinni.

Nei, nú skal halda áfram ađ pönkast á Sjálfstćđisflokknum. Samfylkingin og hjáleigur hennar eru stikkfrí.

 

 


Bloggfćrslur 15. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband