Borgarstjórinn sem forðar sér út um bakdyrnar

Dagur, gleðimyndirÉg ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á morgun. Annað kemur ekki til greina að mínu mati. Skora á alla að gera slíkt hið sama, hvar sem þeir búa.

Hafa kjósendur gleymt öllu ruglinu og bullinu í vinstri meirihlutanum í Reykjavíkurborg síðustu árin eða áratugina? Rifjum upp.

Hafa allir gleymt bragganum í Nauthólsvík sem Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og VG eyddu 425 milljónum króna í að gera upp sem veitingastað? Og hvað kostaði danska grasið sem sáð var fyrir utan braggann? Enginn man eftir því.

Bragginn var „endurnýjaður“ án þess að farið var eftir reglum borgarinnar. Ekki var farið í útboð. Þess í stað fengu vinir pólitíkusa á meirihlutanum vel launaða vinnu sem ráðgjafar Reikningar voru samþykktir af vini í borgarkerfinu. Farið var framhjá öllum reglum. Skjöl vegna verkefnisins voru annað hvort ekki gerð eða þeim stungið undan. 

Umferðastefna vinstri flokkanna byggist á því að takmarka ferðir fólks á einkabílum og knýja almenning í strætó. Það hefur ekki tekist hingað til. Strætó er á hausnum, sárafáir notfæra sé hann. Nú á að leggja í rúmlega eitt hundrað milljarða króna í svokallaða borgarlínu. Því fylgir að gera á sér akreinar fyrir örfáa strætisvagna en öðrum bílum er ýtt til hliðar.

Hverjir aka bílum? Jú, yfirleitt venjulegt fólk eins og þú og ég. Fólk sem kýs að ferðast á þann hátt sem því hentar. Nú á að hafa vit fyrir okkur. Forkólfur Viðreisnar Pavel Bartoszek segist vilja gera bílastæði að skemmtigörðum. Falleg hugmynd en það þýðir skort á bílastæðum. Vilja kjósendur það?

Meirihlutinn borgarbúa er hlynntur borgarlínu. Í skoðanakönnunum gleymdist hins vegar að spyrja hvort kjósendur séu hlynntir borgarlínu sem eyðileggur möguleika almennings að komast leiðar sinnar á bílum. Jú, sko, borgarlínan er fyrir hina, ekki mig, segir fólk.

Margir eru hlynnir „þéttingu byggðar“. Vita menn hvers vegna þétta á byggð? Jú, það er svo dýrt að gera land byggingarhæft. Þess í stað á að byggja á umferðareyjum og nýta það sem fyrir er. Búa til fuglabjörg fyrir fólk, blokkir með engu útsýni, engri sól. Íbúðir fyrir ofan umferðagötur. Að baki er engin hugsjón heldur viðbrögð borgarstjórnarmeirihluta sem hefur safnað skuldum. Á ekki fyrir rekstri.

Í sjónvarpsauglýsingum sést frambjóðandi Vinstri grænna á hraðferð í sólinni, brettir upp ermar og ætlar að gera svo ótalmargt. Hver er þessi Líf Magneudóttir? Jú, hún er víst borgarfulltrúinn sem hefur verið í felum í einhverjum kjallaranum heilt kjörtímabil eða lengur. Já, það er ekki seinna vænna að bretta upp ermar - og lofa öllu fögru.

Enn hlægja borgarbúar af borgarstjóranum sem er svo hégómlegur að hann leggur áherslu á að mynda sig í alls kyns skemmtilegum verkefnum, helst við að undirrita samninga og í hópi fræga fólksins. Þegar klóakið stíflast í Fossvogi sést Dagur B. Eggertsson hvergi né hinir í meirihlutanum. Allir eru týndir og þeir finnast ekki þrátt fyrir mikla leit. Embættismenn eru sendir til að svar spurningum fjölmiðla. Þeir þurfa að svara spurningunum um vond málin.

Mottó vinstri meirihlutans í borgarstjórn er þetta: Allt sem er gott er okkur að þakka, allt sem miður fer er Sjálfstæðiflokknum að kenna.

Vegna raðtilviljana ratar borgarstjórinn alltaf inn á fréttasíður fjölmiðla og í mynd sjónvarpsstöðva þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast. Og hann brosir.

  • Þegar dælustöð bilar og milljónir lítra af úrgangi dreifast um Fossvog forðar borgarstjóri sér út um bakdyrnar.
  • Þegar framkvæmdir við Miklubraut valda því að gatan er hálflokuð eru embættismenn settir í að útskýra málið.
  • Þegar loka á Geirsgötu og umferðin úr og í Vesturbæ er send um hálflokaða Miklubraut er borgarstjóri og aðrir í meirihlutanum hvergi sjáanlegir. 
  • Þegar Seltirningar kvarta undan vegum út á nes er borgarstjórinn með ljósmyndurum fjölmiðla í sundi.
  • Þegar upp kemur að gúmmíkurl á fótboltavöllum getur verið skaðlegt íþróttafólki er borgarstjóri í fríi.
  • Þegar Reykvíkingar kvarta hástöfum yfir lélegum götum, holunum sem geta stórskemmt bíla eru embættismenn sendir til að bera í bætiflákann, borgarstjóri er ekki til viðtals.
  • Þegar braggamálið þarfnast útskýringa er borgarstjóri í kynnisferð í Japan.

Og svo er það hitt. Á skrifstofu borgarstjóra starfa tólf manns við það eitt að láta Dag B. Eggertsson líta vel út í fjölmiðlum. Mata hann með upplýsingum og afvegaleiða fjölmiðla. Nei, nei, nei. Þetta er ekki nein spilling. Aðeins þjónusta við fjölmiðla.

 


Bloggfærslur 13. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband