Jafnaðarflokkurinn jafnar um þingflokksformanninn og öllum er sama

Athygli vekur að nýkjörinn formaður Samfylkingar jafnaðarflokks Íslands lét formann þingsflokksins taka pokann sinn eins og sagt er um þjálfara íþróttaliða sem er sparkað.

Fjölmiðlar gera ekkert veður út af því þó þingmaðurinn, lögfræðingurinn og aðalfjölmiðlaviðmælandi landsins Helga Vala Helgadóttir sé svipt embætti sínu.

Í frétt Vísis segir að formaðurinn vilji ekki tjá sig um brottreksturinn, er líklega enn að semja sennilega skýringu. Sú sparkaða ber sorg sína í hljóði og vill ekki heldur tjá sig.

Hvað hefðu nú fjölmiðlar gert ef nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins hefði sparkað formanni þingflokksins? Allt hefði orðið vitlaust og blaðamenn og sérfræðingar á samfélagsvefjum myndu vaða samsæriskenningarnar upp í hné. Ritstjóri Fréttablaðsins myndi skálda upp hrikalega sanna skýringu á hneykslinu. Ríkisútvarpið myndi tala við uppáhaldsstjórnmálafræðinginn sinn sem héldi því fram að flokkurinn væri beinlínis að klofna og spennan meðal flokksbundinna væri hreinlega „áþreifanleg“. Ritstjóri Kjarnans myndi rita hlutlausa frásögn um hið sanna óeðli flokksmanna.

Þegar málið er skoðað aðeins nánar vaknar sá grunur að líklega er ekkert umtal verra en slæmt umtal. Þögnin getur oft verið svo ansi hávær.

 


Bloggfærslur 7. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband