Ég kýs Bjarna Benediktsson á landsfundinum

Ég var skráður á landsfund Sjálfstæðisflokksins nokkru áður en Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti um framboð sitt til embættis formanns flokksins. Ég er málkunnugur Guðlaugi og kann vel að meta hann, tel hann góðan stjórnmálamann. Það breytir því ekki að ég mun kjósa Bjarna Benediktsson sem formann. Ég kaus hann ekki í fyrsta skipti er hann bauð sig fram og sé eiginlega eftir því. Bjarni hefur reynst duglegur formaður og eflst af reynslu og þekkingu og er nú tvímælalaust fremstur meðal jafningja. Þetta er mitt álit og þó þekki ég manninn ekki persónulega. Ég fylgist þó vel með íslenskum stjórnmálum.

Svo má spyrja hvort það sé honum að kenna að fylgi flokksins sé nú aðeins um fjórðungur kjósenda. Svarið er ekki einfalt en auðvitað vill sófafólkið blóraböggul, fórna einhverjum í þeirri von að allt gangi vel á eftir. Þannig verklag er ekki til góðs, þvert á móti. Skynsamlegast er að taka höndum saman og vinna að því verðuga markmiði að afla Sjálfstæðisflokknum fylgis.

Að lokum er ekki úr vegi að taka það fram að þó fjölmiðlamenn segi titring meðal Sjálfstæðismanna vegna formannskjörsins hef ég ekki orðið hans var. Fólkið í kringum mig er sallarólegt, engar hringingar eða læti eins og hér áður fyrr.

 

 

 


Bloggfærslur 31. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband