Hvenær mega þingmenn hætta í stjórnmálaflokki?

dont-like-fuck-off-problem-solved-tank-top-1Mér finnst alveg hrikalega ólýðræðislegt af þingmanni Miðflokksins að fara úr honum strax eftir kosningarnar og yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

Nú, gerðu ekki tveir þingmenn VG það sama á síðasta kjörtímabili?

Jú, en það var sko allt öðru vísi.

Nú hvernig þá?

Þeir fóru ekki strax eftir kosningarnar.

Og hverju breytir það?

Sko, hérna ... Það breytir auðvitað öllu. Þetta er bara afskræming á lýðræðinu. Svik við Miðflokkinn. 

Þú svarar ekki spurningunni. Hver er munurinn á því að flýja flokk strax eftir kosningar eða síðar? Í hverju felst afskræmingin?

Auðvitað á hann að segja af sér. Þetta er svo óskaplega dapurt, ótrúleg óheilindi gagnvart kjósendum.

En svaraðu því, hver er munurinn á því að þingmaður skipti um flokk í upphafi kjörtímabils eða síðar?

Sko, ... ég meina ... hann ...

Sem sagt, enginn munur er á því. Áttu þingmenn VG ekki að segja af sér þingmennsku? Voru það ekki óheilindi eða dapurt af þeim að fara í annan flokk? Var það engin afskræming á lýðræðinu?

Jú, það er kannski rétt. En þingmanni sem yfirgefur flokk rétt eftir kosningar verður aldrei treyst?

Og hvað kemur það málinu við?

Ja, sko, hann hefði nú átt að athuga það í upphafi.

Í stjórnarskránni segir að þingmenn sé bundnir við sannfæringu sína og þurfa ekki að fara að vilja annarra, hvorki kjósenda né stjórnmálaflokka.

Já, það er stór galli á stjórnarskránni. Auðvitað eiga menn að vera trúir kjósendum sínum og stjórnmálaflokki.

Af hverju?

Tja, af því að kjósendur þingmannsins studdu hann og þann lista sem hann er á.

Þú ert sem sagt á móti því að þingmenn geti farið eftir sannfæringu sinni og farið í aðra flokka vilji þér gera svo.

Nei, ekki alveg. Bara ekki svona strax eftir kosningar.

Hvenær þá? Væri skynsamlegt að hafa þetta eins og í fótboltanum. Þar geta menn farið í önnur lið í byrjun júlí ár hvert.

Já, ætli það ekki það.

Og á meðan þingmaður er óhress í sínum flokki, gengið er fram hjá honum, hann baktalaður, er áreittur. Á hann þá á hann að bíða? Þreyja þorrann þangað til að vistaskiptadagur rennur upp?

Já, auðvitað.

Er hann þá ekki í reynd utan flokka og greiðir þar atkvæði eins og sá flokkur gerir sem hann ætlar í og kjafti um trúnaðarmál í nýja flokkinn? Á kannski að taka af honum atkvæðisréttinn á meðan hann bíður?

Nei, auðvitað ekki. Sko, ég meira, altso ...

Já, þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Aflar þér engra upplýsinga. Styður bara það sem sennilegast virðist.

Nei, nei, sko ég veit alveg fullt.

Pabbi, ég held að þú ættir að hugsa málið aðeins betur og afla þér upplýsinga.

Hættu þessu, ég veit alveg nóg. Þú ert bara barnalegt barn. Nú er tími til að fara á leikskólann, kláraðu ávaxtasafann þinn og leggjum af stað.

Já, pabbi.

 


Bloggfærslur 10. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband