Brenna fer fram, sólin fer niđur og hverfi 220

Orđlof

Fús

Eđlunarfús kýr er yxna, lćđa er breima, gylta gengur, er ađ ganga eđa er rćđa, tík er lóđa, kindur og geitur eru blćsma og hryssur ála, álćgja eđa í látum.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Fór niđur um vök í Hornafirđi.

Fyrirsögn á mbl.is.                                      

Athugasemd: Fréttin er ófullnćgjandi. Í orđabókinni minni segir ađ vök sé gat á íshellu á vatni. Ekki kemur fram hvort bílnum hafi veriđ ekiđ í vök eđa ísinn hreinlega brotnađ undan ţunga hans. Hvort heldur sem var ţurfti ađ draga bílinn upp úr vök.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

Árlegt ára­móta­brenna í Snć­fells­bć fór fram í dag venju sam­kvćmt …

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Međ hvađa rökum er hćgt ađ segja „ađ brenna fari fram“? Ţetta er bara vitleysa. Brennur „fara ekki fram“, ţćr fara ekkert.

Fyrirsögn fréttarinnar er svona:

Kveiktu brennu á Snć­fellsnesi.

Frekar flatt, svona svipađ og segja ađ flugeldi hafi veriđ skotiđ upp á Suđurlandi. Menn hlađa brennu og kveikja í brennu. Og Snćfellsnes er stórt og mikiđ, hálent og skoriđ. Skárra er svona:

Kveiktu í brennu í Snćfellsbć.

Í fréttinni segir:

… og fengu gest­ir ţau til­mćli um ađ vera í bíl­um sín­um á međan brennu stóđ til ţess ađ gćta ađ sótt­vörn­um.

Skilur einhver ţetta hnođ. Auđvitađ gat blađamađurinn ekki geta skrifađ svona:

… vegna sóttvarna fengu gest­ir ţau til­mćli ađ horfa á brennuna úr bílum sínum.

Varla er heil brú í fréttinni allri.

Tillaga: Samkvćmt hefđ var kveikt í áramótabrennu í Sćfellsbć.

3.

„Ég hef séđ stjörnuhrap, sólina koma upp, sólina fara niđur.“

Frétt á visir.is.                                       

Athugasemd: Hvađ gerist ţegar dagur er ađ kvöldi kominn. Jú, sólin sest.

Tillaga: Ég hef séđ stjörnuhrap, sólina koma upp og setjast.

4.

„… árás­armađur hafđi veist ađ brotaţola međ hníf og valdiđ stungusári. Brotaţoli hafđi flúiđ vett­vangi …“

Frétt á mbl.is.                                       

Athugasemd:  Í afspyrnu illa skrifađri frétt er löggumáliđ, stofnanamáliđ, í hámarki gleđi sinnar. Sá sem ráđist er á er kallađur „brotaţoli“. Enginn talar svona nema löggan ţegar hún reynir af erfiđismunum ađ hefja sig upp yfir almenning. Og lögfrćđingar orđa ţetta ţannig í formlegri ákćru.

Ofangreint er tvćr málsgreinar. Sú fyrri er svona:

Til­kynnt var um stór­fellda lík­ams­árás í gćr­kvöldi ţar sem árásarmađur hafđi veist ađ brotaţola međ hníf og valdiđ stungusári. 

Ţetta er tómt bull, skrifarinn hefđi fengiđ falleinkunn í öllum skólum. Eftirfarandi hefđi veriđ skárra:

Mađur stunginn međ hnífi.

Hvađ er „stórfelld líkamsárás“? Má vera ađ löggan hafi skrifađ ţennan texta og blađamađurinn birt hann óbreyttan („kópí-peist“ eins og ţađ er kallađ í slangrinu). Slćm vinnubrögđ. Ţar fyrir utan á blađamanninum ađ vera fullkunnugt um ađ löggan er ekki skrifandi og ţví ber ađ lagfćra allt sem frá henni kemur.

Seinni málsgreinin er svona:

Brotaţoli hafđi flúiđ vett­vangi ţegar lög­regla kom á vett­vang, en árás­armađur var hand­tek­inn.  

Ţarna er nástađa sem ćtíđ er slćm. Skondiđ ađ árásarmađurinn hafi dvaliđ á vettvangi eftir sá slasađi „flúđi“. Hvort flúđi hann eđa fór? Yfirleitt er ţetta öfugt. Og hversu stórfelld var líkamsárásinn ţegar hann gat hlaupiđ í burtu. Flúđi hann „ vettvangi“ en ekki af vettvangi? Hver kćrđi, „brotabrotaţolinn“ eđa „gerandismađurinn“?

Málsgreinin hefđi veriđ skárri á ţessa leiđ:

Sá sćrđi var farinn ţegar lögreglan kom en árásarmađurinn var handtekinn.

Fleira bull er í fréttinni. Blađamađurinn leyfir sér ađ byrja setningu á tölustöfum. Ţađ er óvíđa gert nema á Mogganum. 

Í fréttinni eru nćstum allir lögbrjótar kallađir „ađilar“. Hverjir eru „ađilar“?

Í fréttinni segir:

Ţá varđ bif­reiđ á veg­um toll­gćsl­unn­ar ađ kalla eft­ir ađstođ lög­reglu, en ţeir veittu bif­reiđ eft­ir­för sem sinnti ekki stöđvun­ar­merkj­um toll­gćsl­unn­ar inni á svćđi toll­gćsl­unn­ar í hverfi 220.

Ýmislegt er viđ ţessa málsgrein ađ athuga. Varla telst ţađ alvarleg villa ađ segja ađ bifreiđin „kallađi“ á lögguna er „ţeir“ eltu bíl. Ekkert samhengi í ţessu. Hverjir eru „ţeir“.

Hvernig eru „stöđvunarmerki tollgćslunnar“ Spyr fyrir vin sem vill ekki lenda upp á kannt viđ embćttiđ. Líklegast veifa tollararnir flöggum í fánalitunum ţegar „ţeir“ vilja ađ bíll stoppi. Eđa senda „ţeir“ fax? Og ţvílíkt og annađ eins ađ stoppa ekki „inni á svćđi tollgćslunnar“. Stoppa ekki allir ţar?

Svo vćri fróđlegt ađ vita hvar hverfi 220 er og hvar „svćđi tollgćslunnar“ er. Líklega er hvort tveggja nýtt.

Nei. Ţetta eru óbođleg skrif. Löggunni, blađamanninum og Mogganum til skammar. Viđ lesendur eigum ekki skiliđ ađ ţurfa ađ lesa svona bjálfaleg skrif. Ţau standa ekki undir nafni sem fréttir.

Tillaga: Mađur stakk annan međ hnífi. Sá sćrđi var farinn ţegar lögreglan kom en árásarmađurinn var handtekinn.


Bloggfćrslur 2. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband