Einungis bólusetning gegn COVID19 bjargar

bólusetningEin­asta von­in að út­rýma kór­óna­veirunni er að nægilega stór fjöldi fólks verði með mótefni. Sú náttúru­lega vörn fæst ein­göngu með bólu­setn­ingu eða smiti. Þegar nógu stór hóp­ur er kom­inn með mót­efni á veir­an erfiðara með að dreifa sér. Slíkt kall­ast hjarðónæmi.

Þetta segir Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði athyglisverðu viðtali í Morgunblaði dagsins. Þar með höfum við leikmenn loksins staðfesting á því sem margir hafa velt fyrir sér. Þegar allir hafa veikst deyr faraldurinn út. En hvernig er hægt að ná þessu markmiði?

Hugtakið hjarðónæmi hefur verið í umræðunni síðan veiran barst frá Kína. Sumir hafa haldið því fram að sem flestir ættu að smitast, talað hefur verið um að ef 60% þjóðar hafi smitast muni hjarðónæmi hafa myndast.

Sagt er að Svíar stefni beint og óbeint á að öll þjóðin veikist af COVID-19 sem er ansi djarft tiltæki og getur skaðað marga, jafnvel lífshættulegt fyrir fjölmarga áhættuhópa.

Besti árangurinn næst að sjálfsögðu ef mótefni finnst og hægt verði að bólusetja stærsta hluta þjóðar. Einungis með bóluefni komast þjóðfélög heimsins í samt lag aftur. Þetta á við efnahag ríkja, fyrirtækja og einstaklinga.

Ólíklegt er að fólk fái heimild til að ferðast um heiminn án vottorðs um að það hafi verið bólusett. Ég spái því að staðfesting á því muni framvegis verða sett í vegabréf á rafrænan hátt og jafnvel önnur persónuskilríki.

Efnahagsleg framtíð fólks byggist á því að mótefni finnist og hægt verði nota það til bólusetningar. Fólk þarf að geta aflað tekna, átt íbúð, fætt sig og klætt og búið börnum sínum heimili. Hér er allt í húfi.


Bloggfærslur 14. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband