Tikka í réttu boxin, lausafé sem ţornar upp og ţyrla sćkir slasađan á Landspítalann

Orđlof

Hlutur

Venjan er ađ segja gera á hlut einhvers. Eldra afbrigđiđ gera á hluta einhvers er líka til ţó ađ hitt sé algengara í nútímamáli.

Málfarsbankinn.  

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Ađspurđur varđandi út­litiđ framund­an seg­ir Daní­el ađ stjórn­völd séu ađ tikka í öll réttu box­in.“

Frétt á mbl.is.                 

Athugasemd: Ţó svo ađ viđmćlandinn hafi sagt svona ber blađamanninum ekki skylda til ađ hafa ţetta nákvćmlega eftir honum.

Orđalagiđ er mjög enskt. Í orđabók Longman á netinu segir:

If something ticks all the right boxes, it does everything that you wanted it to do or is everything you wanted it to be.

Enskt orđalag ţarf ekki ađ vera slćmt. Miđum samt viđ venju og hefđ í íslensku máli. Í krossaprófum í gamla daga „tikkađi“ enginn ekki í box heldur hakađi, „exađi“, viđ rétt svör sem stundum voru í ferhyrndum reit. Síđar fóru sigldir ađ kalla ţessa reiti „box“, hugsanlega til ađ sýni hversu forframađir í útlenskunni ţeir eru. Enskar slettur er öđrum ţrćđi ekkert annađ en mont.

Á íslensku merkir box kassi eđa dós ef ekki er átt viđ hnefaleika. Box er áţreifanlegt, međ fjórum hliđum, botni og loki. Makkintos sćlgćti er yfirleitt selt í boxi sem má endurnýta fyrir kökur og annađ gott, jafnvel verkfćri og svo framvegis. Ţess vegna er varla hćgt ađ nota „box“ um ţađ sem teiknađ á blađ. Rammi eđa reitur eru góđ orđ.

Ţá getum viđ sagt:

Ađspurđur varđandi út­litiđ framund­an seg­ir Daní­el ađ stjórn­völd hafi hakađ í alla réttu reitina.

Hér verđur ađ viđurkennast ađ málsgreinin er dálítiđ kjánaleg, ekki eins góđ og enska orđalagiđ. Hins vegar er einfaldleikinn alltaf bestur og ţví eru stjórnvöld líklega ađ gera allt rétt. Ferlega hallćrislegt ađ segja „varđandi útlitiđ framundan“.

Í fréttinni segir:

Ţađ vita all­ir ađ ţetta er tíma­bundiđ en mađur veit bara ekki hversu tíma­bundiđ.

Ć, ekki er ţetta gott. Viđmćlandinn lítur hér illa út og ţađ er blađamanninum ađ kenna. Ţetta er snöggtum skárra:

Allir vita ađ ástandiđ er tímabundiđ en hversu lengi veit enginn.

Međ ţví ađ hugsa sig um, hćtta ađ flýta sér, gefst tími til ađ vanda sig.

Tillaga: Spurđur um framtíđarhorfur seg­ir Daní­el ađ stjórn­völd séu ađ gera allt rétt.

2.

„Lausa­féđ er mjög fljótt ađ ţorna upp.“

Fyrirsögn á mbl.is.                

Athugasemd: Orđtök eru föst orđasambönd sem hljóta ađ vera lýsandi fyrir umrćđuefniđ. Varla er hćgt ađ segja ađ lausafé „ţorni“ eđa „ţorni upp“. Peningar eru varla blautir og síst af öllu í rafrćnni veröld. Ţetta er ţó líkingamál og fullkomlega eđlilegt ađ nýta sér ţađ í frásögn. Fólk getur vissulega orđiđ uppiskroppa međ peninga.

Lausafé er stundum nefnt handbćrt fé, ţađ er ţeir fjármunir sem auđveldlega er hćgt ađ grípa til eđa koma í verđ. Á erfiđum tímum kann ađ vera erfitt ađ fá peninga, til dćmis gjaldeyri. Ţar ađ auki er vandi ađ selja hluti og fá fyrir ţá rétt verđ. 

Tillaga: Margur verđur uppiskroppa međ lausafé.

3.

„Sóttu slasađan skipverja á Landspítalann.“

Fyrirsögn á visir.is.                 

Athugasemd: Einu sinni gerđist mađur nokkur pólitískur flóttamađur og bađ um hćli í Sovétríkjunum og ţótti ţađ einstaklega merkileg frétt. Nú heyrir ţađ til tíđinda ađ ţyrla Landhelgisgćslunnar hafi „sótt slasađan skipverja á Landspítalann“. Líklega hefur veriđ gáfulegra ađ lćkna hann annars stađar eđa bara skila honum á sama stađ og hann fannst.

Ţess ber ađ geta ađ hinn fljótfćri blađamađur lagađi ţessa kolvitlausu fyrirsögn löngu, löngu, löngu eftir birtingu fréttarinnar. Svona bull á ekki ađ viđgangast á Vísi eđa öđrum fjölmiđlum.

Tillaga: Ţyrla Gćslunnar flutti slasađan skipverja á Landspítalann.

4.

Framlegđ til íţróttahreyfingarinnar gćti minnkađ.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                 

Athugasemd: Framlegđ er hugtak sem notađ er í rekstri fyrirtćkja. Á Vísindavefnum skýrir Gylfi Magnússon, dósent í hagfrćđi, ţađ svo:

Framlegđ er notuđ yfir tekjur ađ frádregnum breytilegum kostnađi. Međ breytilegum kostnađi er átt viđ kostnađ sem breytist međ framleiddu magni (ef um framleiđslufyrirtćki er ađ rćđa) eđa seldu magni (ef um dreifingarađila er ađ rćđa). 

Framlag er allt annađ og merkir ţađ sem lagt er af mörkum, skerfur.

Blađamađurinn er líklega ađ rugla ţessum orđum saman ţegar hann semur frétt um skerf, hlut, íţróttahreyfingarinnar úr potti Íslenskrar getspár, lottó og getrauna.

Fréttin er annars frekar illa skrifuđ. Í henni eru stafsetninga- og málfarsvillur.

Tillaga: Framlag til íţróttahreyfingarinnar gćti minnkađ.

 


Bloggfćrslur 19. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband