Bíll međ fjórum hurđum og mađur sem mćtti lausamöl međ vikri

Orđlof

Dyr og hurđ

Orđiđ dyr merkir op eđa inngangur, t.d. inn í hús, herbergi eđa bíl. 

Hurđ er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til ađ loka opinu, innganginum. 

Ţví er eđlilegt ađ tala um ađ opna og loka dyrunum sem mađur fer inn um (eins og talađ er um ađ opna og loka gati eđa opi). Síđur skyldi segja: „opna hurđina, loka hurđinni“.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Tuga saknađ eft­ir eld í bát í Kali­forn­íu.“

Fyrirsögn á mbl.is.        

Athugasemd: Auđvitađ var eldur í báti (ţágufall). Mikilvćgt er ađ fallbeygja rétt. Ţó ţekkist nefnifallsáráttan. Í mörgum tilvikum notar fólk ađeins nafnorđ og jafnvel lýsingarorđ í nefnifalli, sleppir aukaföllunum.

Tillaga: Tuga saknađ eft­ir eld í báti í Kali­forn­íu.

2.

„Ađ sögn lög­reglu var ekk­ert ţar ađ sjá ţegar hún kom á vett­vang.“

Frétt á mbl.is.         

Athugasemd: Ţegar ekkert er í fréttum er ekkert í fréttum jafnvel ţó blađamađurinn viti ađ ekkert sé í fréttum en vilji ekki segja frá ţví ađ ekkert sé í fréttum. Ofangreind málsgrein er um ekkert í fréttum.

Í fréttinni segir um:

Til­kynnt var til lög­reglu um grun­sam­leg­ar manna­ferđir viđ Krón­una í Garđabć um fjög­ur í nótt. Ađ sögn lög­reglu var ekk­ert ţar ađ sjá ţegar hún kom á vett­vang.

Greinilega ekkert í fréttum. Vettvangurinn var samt ţarna.

Svo segir:

Fyrr um nótt­ina hafđi veriđ til­kynnt um ţrjá menn vera ađ stela úr garđi í Kópa­vogi. Ţegar lög­regl­an kom á vett­vang voru ţeir farn­ir á brott og ekki vitađ hverju ţeir stálu.

Ţeir voru „vera ađ stela“. Betra hefđi veriđ ađ segja ţrjá menn sem voru ađ stela. Međ öđrum orđum; ekkert í fréttum. Löggan finnur sem fyrr alltaf einhvern vettvang.

Ţetta er samt ekki nóg, enn bćtist viđ:

… og síđan var lög­regl­an kölluđ út vegna ölv­un­ar­ástands ann­ars manns en ţađ mál var afgreitt á vett­vangi.

Af ţessu má ráđa ađ enn sé ekkert í fréttum, en guđi sé lof fyrir vettvanginn. Líklega hefđi ekki veriđ hćgt ađ „afgreiđa“ fulla kallinn án hans.

Loks segir:

Til­kynn­ing barst um mann liggj­andi í göt­unni í miđborg­inni en hann var far­inn ţegar lög­regla kom á vett­vang. 

Alveg er ţađ međ ólíkindum ađ löggan geti fundiđ vettvang hvar sem er. Mér finnst ţađ hins vegar dónaskapur af manninum ađ standa upp og fara af vettvanginum. Engu ađ síđur fann löggan vettvanginn. 

Líklega er ekkert í fréttum ţegar ekkert er fréttaefniđ. Ţađ breytir ţví ekki ađ afar auđvelt er ađ skrifa frétt um ekkert eins og ţessi sannar. Blađmađurinn virđist ţó halda ađ ofnotkun á orđinu „vettvangur“ geri „fréttina“ fréttlegri.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

Hér má sjá ţverfaglegt teymi Streituskólans og Forvarna sem samanstendur af öflugu og reynslumiklu fagfólki af fjölbreyttum frćđasviđum.“

Myndatexti á blađsíđu 2 í kynningarblađinu Fréttablađsins 3.9.2019.

Athugasemd: Texti undir ljósmynd sem er svo stór ađ hún ţekur hálfa blađsíđuna byrjar svona: „Hér má sjá …“ Margir blađamenn eru sífellt (ekki ítrekađ) ađ reyna ađ orđa ţađ sem ţarf ekki ađ segja frá.

Hópurinn, teymiđ, er sagt ađ „samanstandi af öflugu fólki …“. Ţó er einfaldara ađ segja ađ í hópunum öflugt fólk, eđa taka miđ af ţví sem segir í tillögunni hér ađ neđan.

Tillaga: Ţverfaglegt teymi Streituskólans og Forvarna, öflugt og reynslumikiđ fagfólki af fjölbreyttum frćđasviđum.

4.

„… gerđi sér lítiđ fyrir og setti nýtt brautarmet bćđi fyrir framdrifsbíla og bíla međ fjórum hurđum.“

Frétt á blađsíđu 2 í bílablađi Fréttablađsins 3.9.2019.

Athugasemd: Fljótaskriftin á ţessum texta er mikil. Stađreyndin er nefnilega sú ađ án dyra eru hurđir gagnslausar. 

Strax í nćstu setningu á eftir ţeirri sem er hér ađ ofan segir hann:

Fyrra met fjögurra dyra bíla …

Greinilegt er ađ hann var ađ flýta sér, las ekki yfir fyrir birtingu. Ţegar blađamađurinn skrifar ýmist um „fjögurra hurđa“ bíla og „fjögurra dyra“ bíla er eitthvađ ađ.

Í Málfarsbankanum segir:

Orđiđ dyr er fleirtöluorđ í kvenkyni. Einar, tvennar, ţrennar, fernar dyr. Tvennra dyra bíll og fernra dyra bíll (ekki „tveggja dyra“ eđa „fjögurra dyra bíll“).

Ţrátt fyrir ţetta er leitun ađ ţeim sem tala eđa skrifa fernra dyra bíll. Flestir segja „tveggja dyra bíll“, „ţriggja dyra“ og svo framvegis. Ţetta er miđur en afleiđing ţekkingarleysi og jafnvel leti.

Munum ađ fjölmiđlar eru um margt fyrirmyndir. Málfrćđilegar vitleysur sem festa rćtur í fréttaflutningi dreifast međal fólks sem veit ekki betur. Ábyrgđ fjölmiđla er ţví gríđarlega mikil.

Tillaga: … gerđi sér lítiđ fyrir og setti nýtt brautarmet bćđi fyrir framdrifsbíla og bíla međ fernum dyrum.

5.

„Hann var á hjóli og staddur viđ gatnađarmótin á Bústađavegi og Sogavegi ţegar hann mćtti lausamöl međ vikri.“

Frétt á dv.is. 

Athugasemd: Mađur á reiđhjóli féll og slasađist ţegar hann „mćtti lausamöl međ vikri“. Ekki fylgir sögunni hvort lausamölin međ vikrinum hafi veriđ hjólandi, akandi eđa gangandi. 

Velti ţví fyrir mér hvađ hefđi gerst ef mađurinn hefđi mćtt jólaköku međ rúsínum.

Hér er síst af öllu veriđ ađ gera lítiđ úr manninum sem slasađist en frétt DV er hörmulega illa skrifuđ. Takiđ eftir ađ hann var „staddur viđ gatnađaramót á Bústađavegi og Sogavegi“. Hann var „staddur“ ţar, ekki var. Og hann var „viđ gatnamót á“. „Gatnađarmót“ stendur í tilvitnuđum texta. Hvađ er nú ţađ. Eins gott ađ a-iđ í upphafi orđsins „gatnađarmót“ breytist ekki í e, ţá hefđu nú margir rekiđ upp stór augu.

Í fréttinni segir:

Ţá missti hann stjórn á hjólinu og ţreyttist af ţví.

Svona skrif viđvaninga eru ekki bođleg. Ţetta eru skemmd frétt sem bitnar á neytendum. Útgefandi og ritstjóri eiga ađ hafa ţađ hugfast ađ svona skrif fćla lesendur frá fjölmiđlinum.

Tillaga: Hann var á hjóli viđ gatnamót Bústađavegar og Sogavegar ţegar hann rann til í lausamöl.

 


Bloggfćrslur 4. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband