Lát á ferđamönnum, sitjandi forseti og hamingjuóskir til ţín

Orđlof og annađ

Ađ heilsast og kveđjast

Fyrir mörgum árum ţurfti ég á föstudegi ađ eiga viđskipti viđ fyrirtćki eitt allumsvifamikiđ í Reykjavík. Allt fór ţađ vel fram og ég fékk vöruna afgreidda af rosknum manni sem sá vel fyrir ţörfum mínum, gjörkunnugum vörunni sem hann seldi mér (sem var algengt í ţá gömlu góđu daga áđur en afgreiđslustörf urđu íhlaupavinna, gjarna unglinga). Ţegar ég hafđi fengiđ vöruna ţakkađi ég fyrir mig eins og mér hafđi veriđ kennt: „Kćrar ţakkir“.

Mađurinn svarađi mér strax međ hefđbundnu svari, „takk sömuleiđis“, en bćtti svo viđ „og eigđu góđa helgi“.

Ţetta varđ til ţess ađ ég settist niđur međ manninum og viđ rćddum ţessi nýtilkomnu kveđju- og ţakkarorđ. Ég lýsti ţeirri skođun minni ađ ţau vćru sérlega illa til fundin, auk ţess innflutt og fylltu ekkert autt skarđ í tungumálinu. Mađurinn var mér hjartanlega sammála; kvađst vera gamall sveitamađur og kannađist ekki viđ slíkt orđfćri. Hann greindi mér hins vegar frá ţví ađ á vegum fyrirtćkisins hefđi veriđ haldiđ námskeiđ fyrir starfsmenn ţar sem kennt var viđmót viđ kúnna. Ţar hefđi „einhver helv... fígúra“ fullyrt ađ „eigđu góđa helgi“ eđa „hafđu góđa helgi“ vćri lykilatriđi til ađ viđskiptavinurinn skildi ađ hann vćri einhvers virđi. Sjálfur kvađst mađurinn finna fyrir óbragđi í hvert sinn sem ţessi orđ hrytu honum af munni. Hann var greinilega feginn ađ finna í mér bandamann og var léttur á brún er viđ kvöddumst. Hann óskađi mér ekki góđrar helgar sem ţó bjargađist vel. […]

Ađ lokum skal getiđ ţess sem verulega áberandi er, ţagnarinnar. Ţakkarorđum er ekki svarađ. Viđskipta„vinurinn“ er ekki til. Slíkt kann ekki góđri lukku ađ stýra í nokkru fyrirtćki. Um daginn ţakkađi ég kćrlega fyrir mig í kaffihúsi einu um leiđ og ég greiddi fyrir vöruna. Svariđ sem ég fékk var ţetta: „Sigga, SIGGA, ţetta á ađ fara á borđ númer fimm.“

Menningarblađ/Lesbók Morgunblađsins, 7.8.2011, Ţórđur Helgason.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Hann segir greiđsluna koma sér vel til ţess ađ standa strauma af lögmannskostnađi …“

Frétt á visir.is.   

Athugasemd: Straumur er upphaflega rennsli vatns. Orđiđ á sér náskylda ćttingja í mörgum tugumálum. Í orđsifjabókinni á malid.is segir frá orđum eins og streymur (fćreyska, straum (nýnorska), ström (danska), stream (enska) og fleirum.

Karlkynsnafnorđiđ straumur er til í eintölu og fleirtölu, en í fréttinni er rangt fariđ međ töluna. Rétt er ţađ í svona og ţví í eintölu:

Standa straum af …

Í ţeirri merku bók Mergur málsins eftir Jón G. Friđjónsson segir svo:

Mćta kostnađi, kosta eitthvađ […] 2. Sjá fyrir einhverjum; hjálpa einhverjum; verja einhvern […]

Elsta mynd orđatiltćkisins er frá síđari hluta 18. aldar; standa straum af einhverjum, sjá einhverjum farborđa.

Svo eru til ýmis afbrigđi af  orđtakinu til dćmis standa straum af skođunum sínum og jafnvel standa straum af báti sínum.

Fyrir utan ţessa villu er fréttin vel skrifuđ, einföld og góđ aflestrar.

Tillaga: Hann segir greiđsluna koma sér vel til ţess ađ standa straum af lögmannskostnađi …

2.

Undrast ađ sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal.“

Frétt á visir.is.   

Athugasemd: Í orđabókinni segir ađ lýsingarorđiđ hissa merki ađ vera undrandi, forviđa. Og hún segir ađ undra sé sagnorđ sem merkir ađ vera forviđa, hissa. Svo er til sögnin ađ undrast.

Munurinn á hissa, undra og forviđa getur veriđ nokkur, veltur á samhenginu. Ţau geta ekki gengiđ í hvers annars stađ án ţess ađ ekkert sé:

  1. Viđ undrumst framkomu hans viđ ferđafólk.
  2. Viđ undrumst um ferđafólkiđ.
  3. Viđ erum hissa á framkomu hans viđ ferđafólk.
  4. Viđ erum forviđa á framkomu hans viđ ferđafólk.

Má vera ađ sigvaxandi munur sé á ţessum ţremur fullyrđingum, 1, 3 og 4. Tvćr ţćr síđustu ţurfa hjálparsögnina ađ vera til ađ ganga upp. Hins vegar er önnur fullyrđingin allt annars eđlis, ţar höfum viđ áhyggjur af ferđafólkinu, veltum fyrir okkur hvar ţađ sé.

Ćtterni sagnarinnar ađ undra og undrast er merkileg. Ţađ er náskylt ţýsku sögninni wunder og enska orđinu wonder svo dćmi séu tekin.

Af ţessu leiđir ađ ţađ er alls ekki rangt ađ nota sögnina ađ undrast í tilvitnađri setningu. Mér finnst ţó hissa fari betur jafnvel forviđa.

Tillaga: Hissa ađ sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal.

2.

„Ţađ var toppslagur í Kaplakrika ţar sem FH vann Ţrótt R. 2:1 …“

Frétt á blađsíđu 40 í Morgunblađinu 6.7.2019.   

Athugasemd: Ekki er fallegt ađ byrja setningu međ aukafrumlaginu „ţađ“. Orđiđ kalla margir lepp, ţví ţađ er stundum notađ til ađ fela óskýra hugsun. Oft er erfitt ađ sleppa ţannig byrjun en ţá verđur skrifarinn ađ endurhugsa setninguna sem honum er hollt enda eru endurskrif alltaf til bóta.

Flestir vita ađ liđiđ sem fyrr er nefnt í boltaleikjum á heimaleik. Heimaleikir FH í fótbolta eru alltaf í Kaplakrika. Ţar af leiđir ađ í málsgreininni hér fyrir ofan eru óţarfar upplýsingar. Fréttin er stutt en  gćti veriđ betur orđuđ.

Tillaga: FH vann Ţrótt R. 2:1 í toppslag 1. deildar kvenna …

3.

„Ekkert lát virđist vera á ţeim ferđamönnum sem fara í gegnum Vík.“

Frétt kl. 12 á Bylgjunni 7.7.2019.

Athugasemd: Fréttamađurinn hefur án efa ćtlađ ađ segja ađ ekkert lát sé á ferđum ferđamanna.

Samkvćmt malid.is er lát nafnorđ í hvorugkyni og merki dauđi, andlát:

Hann tók viđ versluninni eftir lát föđur síns.
Ţađ er ekkert lát á storminum.

Dćmin skilja allir. Ţar af leiđandi ćttu allir ađ átta sig á ţví ađ ofangreind tilvitnun er ekki rétt. Hér hefur fréttamađurinn veriđ of fljótur á sér en hann hlýtur ađ skilja ađ lát á einhverju merki hér hlé eđa stopp.

Tillaga: Ekkert lát virđist vera á ferđum ferđamanna um Vík.

4.

„Hátíđarhöldin sem fóru fram um helgina fóru víđast vel fram.“

Frétt kl. 15 á Bylgjunni 7.7.2019.

Athugasemd: Ţetta er óbođlegt. Engu líkar er en ađ fréttamenn lesi ekki yfir ţađ sem ţeir skrifa. Verra er ađ ţeir átta sig ekki á dellunni. Ţetta er kölluđ nástađa og er ferlega stíllaus. 

Enginn sćmilegur skrifari vill varđa uppvís ađ svona byrjendamistökum. Skemmdar fréttir bitna á neytendum. Í flestum atvinnugreinum eru skemmdir á vöru alvarlegt mál.

Tillaga: Hátíđarhöldin helgina fóru víđast vel fram.

5.

„… mćlist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóđendaefni Demókrataflokksins, međ fjórtán prósent hćrri stuđning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengiđ yrđi til forsetakosninga núna.“

Frétt á visir.is. 

Athugasemd: Ungum og óreyndum blađamönnum finnst óskaplega gaman ađ  skrifa enska íslensku af ţví ađ kanar segja „sitting president“ ţá verđur ađ apa ţetta eftir og tala um „sitjandi forseta“. Ţetta er tómt bull ţví ađeins einn forseti er í Bandaríkjunum. Hverjir skyldu nú vera forsetar sem ekki eru „sitjandi“. Ekki fyrrverandi forsetar. 

Furđulegast er ţó ađ hvergi í heimildinni, abcnews.com er talađ um „sitting president“.

Skođanakannanir um fylgi stjórnmálamanna eđa stjórnmálaflokka er ekki kosning, ţađ vita allir. Flestir gera sér grein fyrir ađ skođanakönnun mćlir fylgiđ á einum tíma og hefur ekkert forspárgildi ţó draga megi ályktanir af niđurstöđunni. Ţar af leiđir ađ orđalagiđ „ef gengiđ yrđi til forsetakosninga núna“ er óţarfa taglhnýting viđ málsgreinina.

Tillaga: … mćlist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóđendaefni Demókrataflokksins, međ fjórtán prósent hćrri stuđning í könnuninni en forsetinn.

6.

„Samkvćmt nýrri skýrslu Landsnets er hćtta á ţví ađ á einhverjum tímapunkti áriđ 2022 verđi frambođ af raforku á Íslandi ekki nćgilegt til ađ svara eftirspurn.“

Frétt á blađsíđu 12 í Morgunblađinu 8. júlí 2019.

Athugasemd: „Tímapunktur“ er gagnslaust orđ, bćtir engu viđ frásögn né gerir hana nákvćmari eđa skýrari. „Point of time“ er sagt á ensku máli.

Finni skrifarar til missis og tómleikatilfinningar vegna ţess ađ orđiđ „tímapunktur“ vanti má rita eins og gert var hér áđur fyrr „einhvern tímann á árinu 2022“.

Tillaga: Samkvćmt nýrri skýrslu Landsnets er hćtta á ţví ađ á árinu 2022 verđi frambođ af raforku á Íslandi ekki nćgilegt til ađ svara eftirspurn.

7.

„Innilegar hamingjuóskir til ţín.“

Algeng kveđja á Facebook.

Athugasemd: Í afmćli, fermingu, útskriftarveislu, giftingu eđa álíka fagnađi tökum viđ í höndina á gestgjafanum og segjum: Til hamingju međ prófiđ, áfangann eđa hvađ svo sem veriđ er ađ halda upp á.

Enginn tekur í höndina á öđum og segir: Til hamingju til ţín međ afmćliđ. (Hér má skjóta ţví inn í ađ segja má hönd og hendi: taka í höndina og taka í hendina).

Hamingjuósk er venjulega beint til ákveđins einstaklings. Algjör óţarfi er ađ bćta „til ţín“ inn í hana. Hún verđur ekkert skýrari eđa hnitmiđađri, bara kjánaleg.

Í afmćlisbođum er oft sungiđ „Hann á afmćli í dag …“. Á ensku er sungiđ viđ sama lag: „Happy birthday to you …“. Ţar er „to you“ en „til ţín“ er ekki í íslenska textanum. Ástćđurnar geta veriđ margar en sú sem ţyngst vegur er ábyggilega sú ađ ţannig tölum viđ ekki á íslensku.

Viđ segjum:

Til hamingju međ afmćliđ.

Enginn segir: „Til hamingju međ afmćliđ til ţín.“

Ég óska ţér til hamingju.

Enginn ćtti ađ segja: „Ég óska ţér til hamingju til ţín.“

Sćll.

Enginn segir „sćll til ţín“ og er ţó sćll ágćt kveđja. 

En hvađ er ţá hamingja? Á malid.is segir:

Hamingja kv. ´gćfa, heill, gifta; †verndarvćttur, heilladís´; < *ham-(g)engja, af hamur og so. ganga, eiginl. ´vćttur sem tekur á sig ham eđa gervi, fylgja´; hugsanl. merkir hamur hér ´fósturhimna, fylgja´, […] heillavćtti (í fósturhimnu) sem fylgir e-m frá fćđingu; sbr. einnig nno. uhemje kv. ‘óhamingja’.

Eitthvađ óviđeigandi er ađ segja til hamingju til ţín, engu skárra en ţegar afgreiđslufólk í verslunum segir eigđu góđan dag (e. have a good day).

Tillaga: Innilegar hamingjuóskir.

 


Bloggfćrslur 8. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband