Hringja símtal, go crazy og holy grail í skíđagöngu

Orđlof og annađ

Samtengingar

Ađalhlutverk samtengingar er ađ vera tengiliđur milli einstakra orđa, orđasambanda eđa setninga. Í setningunni Jón og Gunna eru systkin er og samtenging, […]

Samtengingum er gjarnan skipt í ađaltengingar og aukatengingar. Ađaltengingar eru yfirleitt ekki í upphafi setningar en ţó má finna mörg dćmi um ţađ í ritmáli ţar sem höfundur notfćrir sér ţennan möguleika sem stílbragđ, til dćmis:

    • Og ađ ţví búnu strunsađi hann út.
    • En ekkert ljós kviknađi í glugganum.
    • Bćđi drengurinn og stúlkan munu vera orđin veik.

Oft er ţessi leiđ valin til ađ leggja áherslu á ţađ sem veriđ er ađ segja.

Sjá nánar á Vísindavefnum.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Albert hringdi stórkostlegt símtal og lét henda félaga sínum út.“

Fyrirsögn á dv.is.             

Athugasemd: Er rétt ađ segja ađ einhver hafi hringt símtal? Flestir hringja og eiga ţar á eftir tal í símanum, samtal, viđ einhvern sem svarar. Slíkt kallast símtal.

„Fréttin“ er um hrekk og blađamađurinn er yfir sig hrifinn. Hringingin var ábyggilega ekki stórkostlegt, en í ţví laug ţessi Albert ađ starfsmanni veitingastađarins Peterson, kom ţví til leiđar ađ vini hans var hent út.

Ţó svo ađ ég hafi glott finnst mér engum sómi af svona frétt, ekki fyrir ţennan Albert, ekki veitingastađinn, ekki fyrir DV og síst af öllu blađamanninn, sem ţarf ađ vanda skrif sín miklu betur. Bull á ekki erindi í fjölmiđla.

Tillaga: Albert laug í síma um félaga sinn og lét henda honum út af veitingastađ.

2.

„Go Crazy lýkur á mánudag.“

Fyrirsögn í auglýsingu Ilva á blađsíđu 5 í Fréttablađinu 6.5.2019.            

Athugasemd: Er til of mikils mćlst ađ íslensk fyrirtćki auglýsi á íslensku í íslenskum fjölmiđlum ţegar ćtlunin er ađ ná til íslenskra neytenda?

Íslensk tunga á í varnarbaráttu gegn ensku. Fyrirtćki sem nefnist Ilva tekur afstöđu gegn íslenskunni, heldur vćntanlega ađ ţađ sé svo svalt og  vćnlegt til árangurs ađ sletta. Hćgt er ađ bera ţessa auglýsingu saman viđ ađrar í blađinu, ekkert viđ ţćr ađ athuga nema DAS auglýsinguna sem er í upphćđum ţegar ađrir auglýsa vinninga í fjárhćđum. 

Auđvitađ er ţetta ekkert annađ en óvirđing og ruddaskapur, fyrirtćkinu til skammar. Ekki mun ég kaupa neitt í ţessari verslun og ég hvet ađra til ađ sniđganga hana.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

1. september 2013 fékk bakarinn …

Frétt á visir.is.             

Athugasemd: Ekki byrja setningar á tölustöfum. Hvernig er slíkt gert, ekki á íslensku, ekki ensku, ţýsku, frönsku, spćnsku eđa öđrum málum. 

Af hverju? Vegna ţess ađ tölustafur er annađ tákn er skrifstafur. Á heilbrigđissviđi Háskólans á Akureyri eru leiđbeiningar um ritgerđaskrif og ţar stendur:

Ef setning hefst á tölustaf er hún skrifuđ međ bókstöfum. Dćmi: Tíu prósent einstaklinga …

Mjög auđvelt er ađ komast hjá ţví ađ byrja setningu á tölustöfum, annađ hvort međ ţví ađ umskrifa eđa nota bókstafi.

Tillaga: Ţann 1. september fékk bakarinn ... 

4.

„The holy grail“ í skíđagöngu á Íslandi.

Frásögn á ferđalög og útivist á mbl.is.           

Athugasemd: Ţessi samsetning kemur á óvart. Enskan er líklega notuđ vegna ţess ađ íslenskt mál er svo máttlaust og illskiljanlegt. Graliđ heilaga eđa gralinn heilagi … Sjáiđ bara hversu illa íslenskan lítur út miđađ viđ elskulega enskuna: „The holy grail“ ... Eđa hvađ?

Tenging gralsins viđ skíđagöngu er heldur vafasöm. Ég hef áhuga á fjallaferđum og graliđ heilaga í ţeirri íţróttagrein er Syđsta-Súla eđa er ţađ Hekla, nei Hvannadalshnúkur.

Heilaga graliđ í inniskóm eru töfflur. Heila graliđ í bílavarahlutum er Bílanaust. Heilaga graliđ í (gagnslausum) náttúrulyfjum er rauđrótarduft. „The holy grail“ í landbúnađi er ţurrkađ tađ. Af ţessu má sjá hversu mikil vitleysa tengingin viđ graliđ er, hvort heldur á íslensku eđa ensku.

Tilvitnunin er úr ansi skemmtilegri og fróđlegri grein sem má mćla međ. Samt lá viđ ađ ég hćtti lestrinum strax í upphafi ţegar tilvitnunin blasti viđ. Engin skýring, enginn rökstuđningur, bara fullyrđing á blendingi af íslensku og ensku.

Fyrir utan ţetta er helsti gallinn viđ greinina annars vegar skortur á greinaskilum og hins vegar ofnotkun á tölustöfum. Hiđ fyrrnefnda hjálpar til viđ lestur. Margir segja um hiđ síđarnefnda ađ rétt sé ađ rita tölur undir tíu međ bókstöfum. Ađrir miđa tölur undir eitt hundrađ. Auđvitađ er ţetta spurning um smekk, en fyrir alla muni ekki ofnota tölustafi í fréttum eđa greinaskrifum.

Tillaga: Engin tillaga.


Bloggfćrslur 7. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband