Kvika veldur skjálftum norđan Öskju

190522 skjálftavefsjáTalsverđ skjálftavirkni hefur veriđ undanfarnar vikur suđvestan viđ Herđubreiđ og austan Herđubreiđartagla. Raunar má rekja vaxandi skjálftahrinu um ţađ bil eitt eđa tvö ár aftur í tímann. Upp á síđkastiđ hefur skjálftunum fjölgađ talsvert og ţađ er forvitnilegt.

Í upphafi var skjálftavirknin eingöngu bundin viđ Herđubreiđ, ađ mestu viđ vestur og suđurhluta fjallsins. Hrinurnar voru sjaldnast langvinnar, dóu út á innan viđ viku. Virknin var frekar ţétt, dreifđist lítiđ.

Fyrir um ţađ bil hálfum mánuđi fćrđist skjálftavirknin til, frá Herđubreiđ og austur fyrir miđ Herđubreiđartögl, eiginlega ţar sem vegurinn í Öskju liggur rétt áđur en hann beygir til suđurs. Skjálftarnir fjöruđu út á um tíu dögum.

190510 skjálftavefsjáFyrir nokkrum dögum varđ hrina enn og aftur suđvestan viđ Herđubreiđ. Ekki nóg međ ţađ heldur varđ á sama tíma jafnmikill ef ekki meiri virkni norđan viđ Öskju, suđaustan viđ Lokatind, skammt frá skarđi ţví sem ber hiđ ágćta nafn Sigurđarskarđ.

Og hvađ er svo forvitnilegt viđ ţessar skjálftahrinur sem orđiđ hafa á tiltölulega litlu svćđi. Hér eru nokkrar „stađreyndir“:

  1. Skjálftarnir eru flestir tiltölulega litlir, fćstir yfir tvö sig
  2. Uppruni ţeirra flestra er um ţađ bil á fjögurra km dýpi og grynnra
  3. Ţeir verđa til í klösum, tiltölulega ţéttum

Hvađ veldur? Líklegasta skýringin er kvika sem streymir upp á viđ, í átt ađ yfirborđi jarđar. Ţrýstingurinn er nćgilega mikill til ađ hún veldur hreyfingu á jarđskorpunni, sprungur verđa til, hreyfingar breiđast út og mćlast glögglega. Ađ öllum líkindum streymir kvikan beint upp og ţađ er skýringin á ţví hversu skjálftasvćđiđ er lítiđ.

Til hvers leiđir ţetta? Jú, haldi skjálftarnir áfram verđur eldgos, einhvern tímann á nćstu  eittţúsund árum. Jarđvísindamenn eiga erfitt međ ađ spá fyrir um eldgos nema ţađ sé raunverulega í ađsigi. Síđast gaus á ţessu svćđi í Öskjuopi ári 1961. Ţar áđur gaus í Öskju áriđ 1875 og var ţađ hamfaragos.

Áđur en lesendur fara ađ óttast eldgos má ţess geta ađ skjálftahrinur á ţessu svćđi, viđ Herđubreiđ, Herđubreiđartögl og í Öskju, hafa veriđ mjög algengar á undanförnum áratugum og fréttir af ţeim reglulega birst í fjölmiđlum ţó fćsta reki minni til ţess.

Myndirnar sem fylgja hér međ eru af vef Veđurstofu Íslands. Sú efri er frá ţví í morgun og ţar sjást skjálftarnir suđvestan viđ Herđubreiđ (hćgra megin) og svo skjálftaklasinn suđaustan viđ Lokatind. Öskjuvatn sest neđst á myndinni.

Neđri myndin er um viku gömul. Ţar sjást skjálftarnir sem mćldust austan viđ Herđubreiđartögl


Bloggfćrslur 22. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband