Kinnhestur, snoppungur og fallturn sem opnar eitthvađ

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

1.

165, af ţeim 180 sem skráđir voru, luku keppni en […] seg­ir Guđmund­ur. 102 kon­ur voru skráđar í sundiđ ađ ţessu sinni og 74 karl­ar.“ Frétt á mbl.is.       

Athugasemd: Ég fullyrđi ađ sá blađamađur sem byrjar setningu á tölustöfum hefur ekki vald á starfi sínu. Enginn á Mogganum bendir blađamanninum á mistök sín og hann heldur ábyggilega ađ hann sé ofbođslega klár. Enginn segir blađamanninum ađ afar óheppilegt er ađ byrja setningu á tölum, frekar ađ umorđa, sjá tillöguna hér fyrir neđan.

Grundvallaratriđiđ í útgáfustarfi, hvađa nafni sem ţađ nefnist, er ađ lesa yfir tvisvar eđa oftar. Í fréttamennsku er brýnt ađ blađamenn hafi eftirlit hver međ öđrum.

Hvađa fjölmiđill vill dreifa skemmdum fréttum? Ég er nokkuđ viss um ađ ţađ er ekki hlut af stefnu Morgunblađsins. Í raun og veru ćttum viđ áskrifendur ađ fá afslátt af áskrift hvers mánađar í hlutfalli viđ skemmdar fréttir.

Fann ţetta á ruv.is:

102 konur og 74 karlar syntu í 15 gráđu heitu vatninu viđ Egilsstađi í dag

Ţetta er sem sagt fréttatilkynning. Ţví miđur er ţađ ţannig ađ margir blađamenn moka fréttatilkynningum inn í fréttamiđla án nokkurrar hugsunar eđa, sem verra er, hafa ekki skilning á réttu máli.

Sjá nánar hér um tölustafi í upphafi setninga. Auđvelt er ađ „gúgla“ svona fyrirbrigđi. Hvergi um hinn vestrćna heim byrja setningar á tölustöfum, ađeins hjá byrjendum eđa illa skrifandi fólki.

 Tillaga: Af ţeim 180 sem skráđir voru, luku 165 keppni en […] seg­ir Guđmund­ur. Ađ ţessu sinni voru 102 kon­ur skráđar í sundiđ og 74 karl­ar.

2.

Áfram er veriđ ađ drepa Langreyđar núna í kringum Ísland. Viđ biđjum ykkur um ađ vera međ okkur og krefjast fullrar verndar á ţessum mögnuđu dýrum sem fćra hundruđi ţúsunda manna gleđi og hrifningu á hverju ári. Frétt á visir.is.       

Athugasemd: Sá blađamađur er vanhćfur sem birtir orđrétt hrćđilega illa samda fréttatilkynningu og lćtur fylgja villur. Lágmarkiđ er ađ lagfćra. Betra er ađ segja frá efni fréttatilkynningarinnar í óbeinni rćđu, lakara ađ vitna orđrétt í svona rugl.

Ofangreind tilvitnun úr frétt Visis og kemur frá „Samtökum grćnmetisćta á Íslandi“. Engu líkar er ađ hún hafi upprunalega veriđ á öđru tungumáli og Google-Translate hafi veriđ notađ til ađ ţýđa hana, og gert ţađ illa.

Tillaga: Enn eru Langreyđar drepnar viđ Ísland. Stöndum saman og krefjumst fullrar friđunar á ţessum mögnuđu dýrum sem árlega gleđja hundruđ ţúsunda manna.

3.

Palestínska unglingsstúlkan Ahed Tamimi var leyst úr haldi í morgun, eftir afplánun átta mánađa fangelsisdóms sem hún fékk fyrir ađ löđrunga tvo ísrelska hermenn á Vesturbakkanum um miđjan desember á síđasta ári. 

Frétt á ruv.is.

Athugasemd: Nú langar mig til ađ hrósa. Ég gladdist ţegar ég heyrđi ţessa frétt lesna í tíu fréttum Ríkisútvarpsins á sunnudagsmorgni. Ekki vegna efnis fréttarinnar heldur hvernig fréttamađurinn skrifar hana. Hún er vel samin og ekkert verđur honum ađ fótakefli nema ađ herinn er ísraelskur.

Ţađ sem gerđist er ađ ungri stúlku tókst ađ slá tvo ísraelskra hermenn utan undir. Látum vera andvaraleysi hermannanna ađ láta berja sig. Minnir á Eyrbyggju og Gísla sögu Súrssonar. Ţađ sem stúlkan gerđi er í fréttinni kallađ löđrungur, síđan kinnhestur og loks snoppungur. Ţetta er algjörlega til fyrirmyndar. Fréttamađurinn er vel skrifandi og hefur orđaforđa sem dugar honum frábćrlega.

 Tillaga: Engin gerđ.

4.

Mik­ill snjór á göngu­leiđ Lauga­veg­ar hef­ur ekki haft telj­andi áhrif á sum­ariđ, ađ sögn stađar­hald­ara í Land­manna­laug­um. Frétt á mbl.is

Athugasemd: Seint telst ţessi málsgrein til gullkorna í blađamennsku og ţađan af síđur fréttin. Efnislegar er fréttin hún tóm vitleysa. Snjór í fjöllum hefur engin áhrif á árstíđir, ekki heldur á veđur. Ţó ég sé ekki veđurfrćđingur tel ég ţetta nćr fullvíst.

Hitt má vera ađ snjósţyngsli á gönguleiđinni milli Landmannalauga og Ţórsmerkur, ţeirri sem daglega er nefnd Laugavegurinn, hafi ekki dregiđ úr ađsókn göngufólks ađ henni. Í flestum tilvikum veit enginn um snjóinn fyrr en ađ honum er komiđ, fćstir spyrjast fyrir.

Í fréttinni segir:

Daniel Demaime er einn skála­varđa í skál­an­um í Hrafntinnu­skeri, sem er vin­sćll viđkomu­stađur ţeirra sem ganga Lauga­veg­inn. Seg­ir hann í Morg­un­blađinu í dag, ađ snjór­inn hafi ekki horfiđ fyrr en ný­lega

„Hér hef­ur rignt mikiđ und­an­farn­ar vik­ur og ţví er snjó­tíma­bil­inu ađ ljúka núna. Í ár var óvana­lega mikiđ magn af snjó. Ţađ má líkleg­ast skrifa á vet­ur­inn sem var óvenju harđur og lágt hita­stig í sum­ar.“

Hér hefur nćstum öll fréttin veriđ birt. Ţvílík steypa er hún. Ég hef undirstrikađ ţađ sem er ađfinnsluvert. Taka ber hér fram ađ Á öllum Laugaveginum er hvergi snjór nema ofarlega á hálendinu sunnan viđ Landmannalaugar, ţađ er alla jafna kennt viđ Hrafntinnusker, međ réttu eđa röngu. 

Gönguleiđin liggur framhjá Skerinu, ţar skáli FÍ, vinsćldir hans byggjast á ţessari stađreynd. Hann er heitinn eftir Höskuldi Jónssyni sem var lengi formađur félagsins. 

Blađamađurinn hefur líklega ekki heyrt um ađ snjó taki upp og ţess í stađ skrifar hann langloku. 

Hvađ er „snjótímabil“? Hvers konar bull er ţetta? Hafntinnusker er hćst í um 1143 m hćđ. Ţar og víđast umhverfis liggur snjór allan ársins hring, eđlilega. Á hálendinu er meiri snjór ađ vetrarlagi en á sumrum vegna ţess ađ snjóa leysir. Orđiđ „snjótímabil“ er ekki til í íslensku. 

Ekki er hćgt ađ tala um magn af snjó nema vigta hann eđa mćla dýpt eđa eitthvađ álíka. Oftast er talađ um mikil eđa lítil snjóalög. Fábjánalegt er ađ taka svona til orđa.

Nćr undantekningalaust snjóar meira eđa minna ađ vetrarlagi, ţetta vita allir. Sé sumariđ kalt ţá er ekki óalgengt ađ í Hrafntinnuskeri snjói rétt eins og annars stađar á fjöllum. Harđur vetur segir ekkert til um snjó, ađeins ađ veđurlagi hafi veriđ erfitt. Hvernig er vitađ ađ veturinn hafi veriđ harđur viđ Hrafntinnusker? 

Tillaga: Engin gerđ enda er fréttin tómt bull, eiginlega ţađ vitlausasta sem sést hefur lengi.

5.

Hann segir ađ margt af ţví sem komiđ hafi upp í Bandaríkjunum sé nokkuđ sem komi upp í ríkjum sem Bandaríkjamenn líti á sem vandamálaríki. Úr leiđara Morgunblađsins mánudaginn 30.07.2018.

Athugasemd: Fyrir utan ađ ofangreind málgrein er sýkt af nástöđu ţeirra orđa sem eru feitletruđ ţá er hún illskiljanleg. Óákveđna fornafniđ nokkuđ er ţarna líka eins og skrattinn í sauđaleggnum, á hugsanlega ađ gegna einhverju hlutverki en illt ađ átta sig á ţví hvađ ţađ er.

Hér fyrir neđan er gerđ tilraun til ađ búa til annan kost (ekki „valkost“, ţađ orđ er ekki til) en ţađ er jafnan erfitt ţegar hugsunin er jafn óskýr og í málsgreininni. Erfitt er ađ koma í veg fyrir tvö tilvísunarfornöfn í sömu málsgreininni, slíkt er frekar ljótt og stíllaust.

Og ađ lokum, hvađ eru vandamálaríki? Ekki er hćgt ađ ráđa neitt af samhenginu.

Tillaga: Hann segir ađ margt af ţví sem komiđ hafi upp í Bandaríkjunum sé kunnuglegt í ríkjum sem Bandaríkjamenn líti á sem vandamálaríki.

6.

Nýi fallt­urn­inn í Fjöl­skyldug­arđinum opn­ar brátt. Fyrirsögn á mbl.is

Athugasemd: Bráđsniđugt ađ byggja fallturn í Fjölskyldugarđinum, en hvađ á hann ađ opna? Getur hann annars opnađ eitthvađ? Jú, í fyrirsögninni segir ađ hann muni opna brátt. Blađamađurinn hefur ábyggilega gleymt ađ nefna ţađ í fyrirsögninni sem fallturninn á ađ opna og ekkert segir heldur um ţađ í fréttinni. 

Blađamenn ćttu ađ vita ađ hús og mannvirki opna ekki neitt. Steinsteypa, timbur, gler og járn hefur engan vilja. Fólk opnar hús og önnur mannvirki eđa tekur ţau í notkun.

 Tillaga: Nýi fallt­urn­inn í Fjöl­skyldug­arđinum verđur brátt opnađur

 


Bloggfćrslur 30. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband