Yfirgengilegt bull er kallað frétt á dv.is

180421 DvSjaldan hefur risið á dv.is verið lægra. Nú er hann opinberlega genginn í lið með vinstri öflunum sem lengi hafa vilja knésetja Sjálfstæðisflokkinn. 

Síðasta glorían er rætin „frétt“, já svokölluð frétt en gæti verið bull í einhverjum virkum í athugasemdum sem styður Samfylkinguna.

„Fréttin“ er svona:

Heyrst hefur að nú sé uppi fótur og fit innan Sjálfstæðisflokksins. Ku forysta flokksins vera harmi slegin og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt er sagt á suðupunkti og Bjarni Benediktsson hafi ekki undan við að slökkva elda og hughreysta tárvota innmúraða og innvígða.

Uppnámið er þó ekki rakið til niðurstaðna kannana í Reykjavík fyrir næstkomandi borgarstjórnarkosningar, eða að kosningaloforð Eyþórs Arnalds um að veita 70 ára og eldri undanþágu frá fasteignasköttum brjóti í bága við lög, eða þess að nýr bæjarmálalisti ógni flokknum í Vestmannaeyjum.

Nei, neyðarástandið ku vera komið til vegna þess að nú á að fara að banna humarveiðar.

Sagt er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, hafi orðið að leggjast í læsta hliðarlegu er hún heyrði af mögulegu humarbanni, þar sem hún hefði þá ekkert til að borða með hvítvíninu sínu.

Nú má spyrja hvaða tilgangi þjóna svona skrif? Þau eru ekki frétt, ekki fyndin, í skrifunum er vafasöm fullyrðing og loks er verið að hnýta í þingmann Sjálfstæðisflokksins. Í þokkabót eru skrifin flokkuð með öðrum „fréttum“ sem sumar eru þó ekki fréttir, sjá meðfylgjandi mynd. Viðtal við einhvern Gunnar Smára Egilsson sem virðist eiga greiða leið inn á DV og fjölmiðla tengdum því.

Greinilegt er að ritstjórn dv.is er frekar metnaðarlaus en leita útrásar með bulli.


Bloggfærslur 21. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband