Borgarstjórinn ekki til viðtals þegar skolpið flæðir um fjörur

Sjósundsfólk, hundaeigendur og leikskólastjórar eru æfir yfir sinnuleysi borgaryfirvalda um að vara ekki við klóakmengun í fjörunni vegna bilunar í skólpdælustöð við Faxaskjól í Reykjavík. Búið er að gera við dælustöðina til bráðabrigða en óvíst er hvenær varanlegri viðgerð lýkur. Enn er mikið skólp í fjörunni.

piraro-12-30-07Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi og endurtekið á vef stofnunarinnar.

Skolphreinsistöð sem bilar er stórmál enda hafa fjölmiðlar rætt við heilbrigðiseftirlit og Orkuveituna sem ber ábyrgð á fráveitumálum. Enginn veit hins vegar hvar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er. Hann er eins og hinir Samfylkingarmennirnir sem hverfa þegar eitthvað bjátar á. Sama er að segja með aðra í meirihluta borgarstjórnar, þeir eru týndir.

Ég ætla sko ekki að verja bilaða dælustöð, mætti halda að Dagur, borgarstjóri, segi. Hann lokar símanum og í frí til útlands.

Fyrir einhverjar stórfurðulegar raðtilviljanir ratar borgarstjórinn alltaf inn á fréttasíður fjölmiðla og í mynd sjónvarpsstöðva þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast. 

  • Þegar dælustöð bilar og milljónir lítra af úrgangi dreifast um Fossvog forðar borgarstjóri sér út um bakdyrnar.
  • Þegar framkvæmdir við Miklubraut valda því að gatan er hálflokuð eru embættismenn settir í að útskýra málið.
  • Þegar loka á Geirsgötu og umferðin úr og í Vesturbæ er send um hálflokaða Miklubraut er borgarstjóri eins og aðrir huldumenn, hvergi sjáanlegur. 
  • Þegar upp kemur að gúmmíkurl á fótboltavöllum getur verið skaðlegt íþróttafólki er borgarstjóri í fríi.
  • Þegar Reykvíkingar kvarta hástöfum yfir lélegum götum, holunum sem geta stórskemmt bíla eru embættismenn sendir til að bera í bætiflákann, borgarstjóri er ekki til viðtals.
  • Fleira má nefna, af nógu er að taka.

Út af fyrir sig er það sniðugt „PR stunt“ að vera bara í góðu málunum, setja embættismenn í þau vondu. Það gerði Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson fylgir sömu stefnu. Á meðan gróa njólar á umferðagötu, saur og dömubindi nema land í Nauthólsvík.

IMG_9407 - Version 2Stjórnandi borgarinnar er ekki við stjórnvölinn, hann lætur ekki til sín taka og þar af leiðandi segir hann ekki: Nú er komið nóg, þið hafið tvo daga til að gera við dælustöðina.

Nei, nei, nei, nei. Hann lætur embættismann segja að viðgerðin gæti tekið langan, langan, langan, langan, langan ... tíma.

Sýnist að tími borgarstjórnarmeirihlutans sé að renna út.


Bloggfærslur 7. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband