Örnefni á frábærri Moggamynd Raxa

Hásúla kkMorgunblaðið birtir í síðasta tölublaði ársins alveg glannalega fallega skammdegismynd sem Ragnar Axelsson tók.

Gallinn er sá að Mogginn er lítið fyrir örnefni og segir ekkert frá því hvar myndin er tekin. Hún er af Háusúlu (916 m) sem er ein af tindunum í Botnsúlum. Til hliðar er opnan eins og hún er birt í blaðinu.

Eftir að ég náði mér af hrifningunni tók ég mér það bessaleyfi að setja nokkur örnefni inn á myndina. Þar sem myndin er tekin með nokkrum aðdrætti er dálítið erfitt að staðsetja einstök fjöll, dali og staði.

Bið lesendur mína forláts hafi ég ruglað eitthvað í örnefnaleiðangri mínum enda ber að hafa það sem réttara reynist.

Hér er örnefnamyndin og ef „klikkað“ er á hana þrefaldast hún í stærð.

Háasúla 1

 


Bloggfærslur 30. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband