Örnefni á frábærri Moggamynd Raxa

Hásúla kkMorgunblaðið birtir í síðasta tölublaði ársins alveg glannalega fallega skammdegismynd sem Ragnar Axelsson tók.

Gallinn er sá að Mogginn er lítið fyrir örnefni og segir ekkert frá því hvar myndin er tekin. Hún er af Háusúlu (916 m) sem er ein af tindunum í Botnsúlum. Til hliðar er opnan eins og hún er birt í blaðinu.

Eftir að ég náði mér af hrifningunni tók ég mér það bessaleyfi að setja nokkur örnefni inn á myndina. Þar sem myndin er tekin með nokkrum aðdrætti er dálítið erfitt að staðsetja einstök fjöll, dali og staði.

Bið lesendur mína forláts hafi ég ruglað eitthvað í örnefnaleiðangri mínum enda ber að hafa það sem réttara reynist.

Hér er örnefnamyndin og ef „klikkað“ er á hana þrefaldast hún í stærð.

Háasúla 1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mögnuð mynd og takk fyrir að staðsetja landslagið.

Ragnhildur Kolka, 30.12.2017 kl. 17:25

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kærar þakkir fyrir þetta Sigurður göngugarpur, með ósk um gleðilegt ár.

 Góðar stundir, með áramótakveðju að,sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.12.2017 kl. 00:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vantar ekki nafnið á aðalfjallið fremst á myndinni? Annar frábært og þakkarvert framtak. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu Mogga Gogginu. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2017 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband