Skjálftar í Kýrdal norðan Hengils

Skjálftahrina varð ekki í Hengli þó um sé að ræða „Hengilssvæðið“ eins og jarðfræðingar nefna það. Af um 29 skjálftum urðu flestir skammt norðan við Hengil, í Kýrdal, sem er í Dyrafjöllum. Um þá liggur Nesjavallavegur. Raunar er það svo að skemmra er frá Nesjavallavirkjun í upptök flestra skjálftanna en frá þeim og í Skeggja, sem er hæsti hluti Hengils. 

Skjálftarnir eru hins  vegar á þekktu norður-suður misgengissvæði og gerðust afar snöggt. Rétt rúmar tuttugu og tvær mínútur liðu frá því að sá fyrsti varð þar til sá síðasti reið yfir. Þetta þykir nokkuð hröð atburðaráðs. Síðan ekki söguna meir. Allir voru skjálftarnir á svipuðu dýpi, um 4 km.

Aðeins hálfur mánuður er síðan mikil skjálftahrina var í Skjaldbreið, sem er um 25 km fyrir norðan Þingvallavatn en Hengill er um 10 km fyrir sunnan það. Þar vakti athygli leikmannsins hversu staðbundnir skjálftarnir voru. Þó skjálftarnir í Kýrdal séu mun færri vekur það líka athygli hversu lítið þeir dreifast. Skýringin getur verið sú að hreyfing á einu misgengi veldur því að annað sem er nálægt hreyfist líka. Þessa verðu frekar vart þar sem misgengin eru mörg.

Hvort tengsl séu á milli skjálftanna í Skjaldbreið og í Kýrdal er erfitt að segja fyrir leikmanninn en jarðfræðingar vita þetta glöggt. Sá draumspaki sem höfundur ráðfærir sig oft við vissi ekkert um þetta þegar það var fært í tal við hann.

„Mis... hvað? Hver í ósköpunum heldurðu að dreymi um svoleiðis?“


mbl.is Skjálftahrina í Henglinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband