Skrýtin gagnrýni Rósu B. Brynjólfsdóttur þingmanns VG
31.1.2017 | 17:33
Vandlifað er í henni veröld, sérstaklega ef fara á eftir bullinu í Vinstri grænnum. Einn af nýju þingmönnum flokksins telur það eitt gagnrýnisvert að utanríkisráðherra hafi brugðist við ferðabanni forseta Bandaríkjamanna of seint og of veikt.
Hæstvistur ráðherra lagði áherslu á að tísta á Twitter og senda færslur á Facebook, sagði Rósa Björk. Formlegum mótmælum hefði ekki verið komið til skila fyrr en í dag, en þá hefðu þau komið skýrt fram.
Þetta er haft eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur á mbl.is.
Hvaða máli hefðu nokkrar klukkustundir skipt? Dettur þessum þingmanni til hugar að forseti Bandaríkjanna bíði fyrir framan póstkassann sinn eftir mótmælum og meti þau eftir því hversu snemma þær berast? Nei, honum er ábyggilega nokk sama.
Að sjálfsögðu er ástæða til að mótmæla ruglinu í stjórnsýslunni í Bandaríkjunum. Það verður þó aðeins gert á skynsaman og yfirvegaðan hátt. Nokkuð sem Rósa Björk, þingmaður VG, virðist ekki búa yfir.
![]() |
Tísti á Twitter og sendi færslur á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |