Óvitar á vélhjólum valda náttúruskemmdum

DSC_4421 - Version 2Í góđu samfélagi er reglan sú ađ einstaklingar taka ekki lögregluvaldiđ í sínar hendur, ekki frekar en dómsvaldiđ. Ţegar einhver brýtur lög á ađ kćra viđkomandi. Ţetta er svo einfalt, rétt eins og umferđareglurnar.

Ađ ţessu sögđu er ástćđa til ađ gagnrýna suma vélhjólamenn mjög harđlega. Ţeir fara ekki ađ lögum, aka um náttúru landsins, búa til slóđa, spóla upp um kletta, hóla, hćđir og fjöll á kraftmiklum hjólum og valda varanlegum skemmdum á landi.

Hef séđ ţetta í Bláfjöllum, viđ Vífilsfell og Hengilinn. Ţetta eru íslenskir óvitar sem valda náttúruskemmdum. Varla hćgt ađ kenna fullorđnu fólki um svona hegđun.

IMG_1286Fyrir mánuđi sá ég tvo mótorista ţeysa á vélfákum sínum upp langleiđina upp á Vífilsfell. Hjólin voru gríđarlega kraftmikil, dekkin voru alsett tommulöngum nöglum og ţeir rótsplóluđu niđur úr harđfenninu og upp á fjalliđ, ţveróku fallshlíđar eins ţeim vćri borgađ fyrir ţađ. Sem betur fer var snjór yfir. Ţeir hefđu hćglega getađ tćtt móbergiđ og valdiđ varanlegum skemmdum.

Varanlegar skemmdir sjást undir Henglinum vestanverđum ţar sem vélhjólamenn iđka ţá skemmtun ađ „klifra“ upp bratta kletta á nagladekkjum. Oft ţarf ekki nagladekk til, spóliđ markar í ýmsar bergtegundir.

Auđvitađ skilur mađur unga stráka sem nenna ekki lengur ađ aka hring eftir hring á einhverju ćfingasvćđi. Ţeir vilja fara upp á fjöllin, reyna sig viđ brattan. Ţađ er skemmtilegast.

Einn og einn lćđir sér úr ćfingasvćđinu viđ Bolöldu viđ Vífilsfell. Ekur vestur undir Bláfjöllum og hćlir sér af DSCN0667 copyafrekinu. Fleiri reyna sig viđ sömu leiđ. Kindagatan er orđiđ vélhjólagata, víđa ekki bara einföld heldur „skreytt“ međ „utangötuakstri“, spóliríi sem setur svip á landiđ. Smám saman komast vélhjólamenn hringinn í kringum Bláfjöllin og ţeir eru bestir sem ţora ađ fara ţessa leiđ. Ţannig spana strákarnir hverja ađra.

Svona Endurohjól eru eru yfirleitt númerslaus. Ţeim er ekiđ frá Reykjavík eftir hestagötum allt upp í Bolöldu, ekki hćgt og varlega heldur er allt gefiđ í botn. Og nú er svo komiđ ađ vélhjólamenn aka í flokkum út fyrir ćfingasvćđiđ eins og ţeir eigi landiđ og rífa stólpakjaft viđ ţá sem gera athugasemdir. Eđa senda ţeim fingurinn sem taka myndir.

Ţetta ţarf ađ stoppa. Ţetta verđur ađ stoppa.

Myndirnar:DSC_4491 - Version 2

Efsta myndin er af vélhjólamanni í Vífilsfelli 9. apríl síđast liđinn. Hann er lengst uppi í fjallinu, fyrir ofan Sléttu, á gönguleiđinni upp móbergshrygginn.

Nćsta mynd er af vélhjólaslóđum vestan undir Bláfjöllum.

Ţriđja myndin er af förum eftir vélhjól sem spólađ var upp kletta vestan undir Hengli, nálćgt Engidal.

Fjórđa myndin er af öđru vélhjólinu sem ekiđ var upp á Vífilsfell. Eins og sjá má er ţetta ekkert smárćđis tól. Takiđ eftir dekkjunum og nöglunum sem standa út úr ţví.

IMG_1274Síđasta myndin er vestan undir Vífilsfelli. Vífilsfellsöxl fyrir framan. Ţarna er hćđótt landslag og ábyggilega ansi gaman ađ skemma landiđ ... eđa ţannig.

 


mbl.is „Sjúkt ađ gera svona“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Úreltar málamyndaviđgerđir á malbiksholum

Ţá hef ég spurnir af ţví, ađ borgin hafi um árabil látiđ í sparnađarskyni leggja út mjög ţunnt malbik á göturnar, sem vitaskuld bitnar á endingunni. Heyrst hefur líka ađ ţunna malbikiđ skapi vandamál ţegar kemur ađ heilfrćsingu gatna međ stórvirkum vélum leigđum ađ utan.

Ţetta skrifar Björn Ólafur Hallgrímsson, lögfrćđingur, í grein í Morgunblađi dagsins. Fyrr í vor var mikiđ fjallađ um slćmt ástanda á gatnakerfi höfuđborgarinnar í fjölmiđlum.

Björn Ólafur bendir á ađ borgin hafi merkt víđa holur á götum. Hann segir af ţví tilefni:

Merkingarnar sýna ađ borgin hyggst enn ráđast í stagbćtingu ónýtra gatna fremur en ađ leggja yfir ţćr nýtt malbik. Vćnta má ţess ađ borgin láti enn um sinn nota viđ holuviđgerđir löngu úreltar ađferđir sem endast í 1-2 ár í stađ ţess ađ fá til ţess verktaka sem beitir nokkru dýrari ađferđum, t.d. svokallađri geislameđferđ sem notuđ hefur veriđ í Bandaríkjunum í áratugi, eđa láti ţétta samskeytin međ heitum tjörutaumi, eins og víđa er gert á norđlćgum slóđum.

Ekki veit ég hvernig á ađ standa ađ viđgerđum á malbiki. Hitt er ljóst ađ ţađ skemmist ekki svo ýkja mikiđ af dekkjanöglum. Víđast valda naglarnir jöfnu sliti. Holur virđast myndast oftar en ekki ţar sem malbiksteppi mćtir öđru. Ţar verđa til samskeyti sem ekki er lokađ á fullnćgjandi hátt. Breyta og frost skemma samskeytin og smám saman verđur til stór sprunga eđa hola.

Líklega er ţađ rétt sem Björn Ólafur segir ađ úteltar ađferđir séu notađar til viđgerđar í stađ ţess ađ nota ţćr sem hann nefnir.

Oft veltir mađur ţví fyrir sér hvort undirlag malbiks sé nógu gott. Víđa virđist malbikiđ trođast niđur í hjólförum. Ţá ályktun má draga ţví ekki koma í ljós undirlög sem gjarnan gerist ţegar um slit er ađ rćđa. Ţetta má glögglega sjá á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Síđan borgarstjóri fór til starfa á dekkjaverkstćđi virđist sem ađ öll umrćđa um máliđ hafi lognast út af. Gott er ađ Björn Ólafur skuli halda umrćđunni vakandi enda hefur eiginleg ekkert gerst í ţessum málum. Virđist verkefnin ţó nćg, jafnvel ţó ţeim sé sleppt sem slett hefur veriđ malbiki ofan í og ţjappađ saman međ skóflubaki.

 


Bloggfćrslur 10. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband