Halla Tómadóttir skipar sér á bekk með Donald Trump ...
21.4.2016 | 22:50
En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe.
Þetta segir Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, í viðtali við visir.is. Ekki virðist frambjóðandinn vera sérstaklega vel að sér í heimsmálunum. Hún ber forseta Íslands sem er lýðræðislega kjörinn samkvæmt lögum sem sett eru af lýðræðislega kjörnum þingmönnum á löggjafarþingi lýðveldisins saman við Robert Gabriel Mugabe forseta Zimbambwe.
Mugabe þessi er allt annað en lýðræðislega þenkjandi maður jafnvel þótt hann hafi fyrst náð kjöri í almennum kosningum árið 1980. Hann stóð fyrir þjóðernishreinsunum snemma á valdaferli sínum þar sem 20.000 manns voru myrtir. Hann hefur ríkt með spillingu, falsað úrslit kosninga og miskunnarlaust látið drepa andstæðinga sína unnvörpum.
Halla Tómasdóttir setur Robert Gabriel Mugabe á sama stall og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessi orð sæma ekki forsetaframbjóðanda eða öðru upplýstu fólki.
Hún getur ekki með nokkru móti réttlætt orð sín með öðru en þeim fjölda ára sem þjóðin hefur lýðræðislega kjörið Ólaf Ragnar í embætti.
Röksemdafærsla hennar er svona eins og að segja að Halla Tómasdóttir skipi sér á bekk með öfgamönnum eins og Donald Trump. Og rökstuðningurinn; þau eru bæði ljóshærð.
Svona röksemdafærsla gengur ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn skrökvar Egill Helgason ...
21.4.2016 | 12:01
Davíð Oddsson var orðinn mjög heitur að fara í forsetaframboð. Honum mun ekki hafa vaxið það í augum að takast á við Andra Snæ Magnason. Davíð er náttúrlega vanur að fara í kosningabaráttu og hafa sigur. Hann hefði sett upp sparisvipinn í kosningabaráttu, þótt hann hafi sýnt aðrar hliðar í ritstjórnarskrifum í Morgunblaðinu.
Vinstrimenn mega skrökva, fara með hálfsannleika eða bara giska. Allt er þeim leyfilegt og enginn maldar í móinn, allra síst virkur í athugasemdum. Ofangreint er úr pistli Egils Helgasonar á vefmiðlinum eyjan.is og auðvitað er það tóm vitleysa sem hrekkur upp úr Agli.
Ég hef það hins vegar frá áreiðanlegum heimildum, raunar fleiri en einni, að það hefur aldrei flögrað að Davíð Oddsyni að fara í forsetaframboð. Ástæðan er einföld: Embættið er ekki áhugavert, jafnvel þó núverandi forseti hafi reynt að móta það eftir eigin tilfinningum. Slíkt hefði Davíð Oddsyni aldrei dottið í hug að gera, hann er lögfræðingur og ber meiri virðingu fyrir stjórnarskránni en svo. Fyrir marga aðra kann vel launað innidjobb áhugaverður kostur.
Hins vegar ber Davíð ekki skoðanir sínar á torg umfram það sem kann að koma fram í skrifum hans í Morgunblaðinu. Þar af leiðandi er auðvelt fyrir vinstri menn eins og Egil Helgason að bera það á torg sem honum hentar. Raunar er það þannig að Egill hefur hatast við Davíð Oddsson allt frá öndverðu og sjaldnast haft eitthvað jákvætt um hann að segja.
Í ljósi þessa ber að skoða skrif Egils Helgasonar um Davíð Oddsson, aðra Sjálfstæðismenn og Sjálfstæðisflokkinn.