Grundvallaratriði að fara rétt með örnefni
9.10.2016 | 20:03
Hún heitir Steinsholtsá, fljótið sem kemur úr Steinsholtsjökli áður gróf sig um dal þann sem nefndur er Steinsholtsdalur og er á því landsvæði sem nefnist Steinsholt.
Steinsholtsá ... tvöfalt eignarfall í þrísamsettu örnefni.
Af hverju getur mbl.is og aðrir fjölmiðlar ekki farið rétt með örnefni?
Annað hvort er það vegna fljótfærni eða of margir blaðamenn eru ekki betur að sér í landafræði. Hvorugt er góð afsökun.
Ekki heldur sú að Landsbjörg hafi sent út fréttatilkynningu með rangt rituðu örnefni. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta ágæta slysavarnarfélag hafi ekki á að skipa fólki sem getur skrifað villulausar fréttatilkynningar.
Já og svo er það þetta með Steinsholtsá. Hún var hér áður fyrr mikill farartálmi. Einhvern tímann var jarðýtu sigað á ánna og hún ruddi úr vegi einhverju þrepi fyrir neðan vaðið. Það hafði safnað vatni á vaðinu og þar fyrir ofan og gert mörgum jeppamanninum skráveifu. Nú er það helst í vætutíð að áin verður erfið yfirferðar. Kosturinn er þó sá að botninn er mjög góður og traustur fyrir akandi umferð.
Myndin er af Steinsholtsá, horft niður hana, í norðaustur (Tindfjöll til vinstri). Jóhannes heitir steinninn fyrir miðri mynd. Hann er nefndur eftir Ferðafélagsmanninum Jóhannesi Kolbeinssyni. Bjargið er tiltölulega nýkomið á þessar slóðir. Kom þangað 1967 er stærðar bjarg hrundi hátt í Steinsholti og niður á skriðjökulinn, ollir miklu flóði sem bar leir, sand og grjót af ýmsum stærðum niður á láglendið sem ruddist út í Markarfljót og sáust ummerki þess allt til sjálfar. Sjálfar náttúruhamfarirnar, hrunið, mældust á jarðskjálftamælum.
Enginn sem komið farið hefur í Steinsholt með góðri leiðsögn getur gleymt því að öll örnefni dregin af því eru með tvöföldu eignarfalli eins og fram kemur í upphafi pistilsins.
![]() |
Straumur bar bíl 25 metra niður á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)