Sameining Bjartar framtíðar og Samfylkingar

Eina skynsama leiðin fyrir Samfylkinguna er að óska eftir sameiningu hennar og Bjartrar framtíðar, það er að höfuðbólið sameinist hjáleigunni.

Í sannleika sagt er ekki auðvelt fyrir þriggja manna flokk að sinna störfum sínum á Alþingi. Samfylkingin var stór flokkur og þar innan dyra er mikil þekking og reynsla í löggjafarvinnu og á stjórnkerfinu.

Samfylkingin getur ekki farið að dæmi Pírata og setið hjá í atkvæðagreiðslum með það að yfirskini að hafa ekki mannskap til að fylgjast með.

Björt framtíð er klofningur úr Samfylkingunni, báðir flokkar eru jafnaðarmannaflokkar og hægur leikur fyrir þessa flokka að sameinast. Þá yrði þingflokkur þeirra sjö manns og mun auðveldara fyrir báða aðila að sinna störfum sínum. Út á það ganga þingstörfin, að fólk leggi sig fram um að vinna landi og þjóð gagn. 

Óbreytt ástand er píratismi.


mbl.is Oddný hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BF og Viðreisn óttast Sjálfstæðisflokkinn

Úrslit þingkosninganna voru gríðarleg vonbrigði fyrir vinstri flokkana og nú er bersýnilegt að enginn vill vinna undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, allir óttast hann og stærð hans, jafnvel Viðreisn skelfur.

Hugmyndir voru uppi um að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Alls myndu 32 þingmenn mynda meirihlutann. Eins manns meirihluti er alltof lítill og gengur ekki af ástæðum sem öllum ætti að vera ljósar.

Vinstri grænir, Píratar og Samfylkingin vilja ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Raunar er það líka þannig með BF sem endurspeglast í andstöðu Óttars Proppé gegn því að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, getur ekki heldur hugsað sér að Bjarni Benediktsson verið forsætisráðherra.

Greinilegt er að nú er runnin upp tíð hrossakaupa og yfirskriftin er „Allt er betra en íhaldið“. Skítt með þjóðina.

Fjölmiðlar geta í gúrkutíð sinni fjallað endalaust um mögulegar stjórnarmyndanir. Eitt er þó greinilegt öllum sem á annað borð hafa einhverja ályktunarhæfni: Kollin er á pattstaða. Flestir stjórnmálaflokkar neita að koma út úr skápnum nema Sjálfstæðisflokkurinn sé í hæfilegri fjarlægð frá stjórnarráðinu.

Hægt er að mynda minnihlutaríkisstjórn, t.d. VG, BF og Viðreisnar með hlutleysi Pírata og Samfylkingarinnar. Þá þurfa stjórnmálamenn að gera það upp við sig hvort þeir geti treyst á stuðning Pírata.

Birgitta Jónsdóttir hefur reynst vera ólíkindatól sem jafnvel samstarfsmenn hennar í þremur flokkum átt verulega erfitt með samstarfið án þjónustu sálfræðings. Því til viðbótar eru nú eru komnir ellefu Píratar á þing, gjörsamlega óþekkt fólk, og enginn þeirra hefur reynslu eða þekkingu á stjórnsýslu eða þingstörfum.

Eflaust kann að vera að flokkarnir velji frekar að vinna með Sjálfstæðisflokknum en Pírötum því stuðningur þeirra kann að vera æði dýr, svona eins og frá segir af mafíunni í amrískum bíómyndum: Hún gerir mönnum tilboð sem ekki er hægt að hafna.


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband